miðvikudagur, október 4

Nei nei bara löt

Núna er rosalega langt síðan ég hef haft tíma til að vera skrifa inná bloggið mitt, það er fullt að frétta núna er ég komin á 38 viku þannig að það er mjög stutt eftir. Vaknaði í fyrrinótt við svona svaðalega verki og gat ekkert sofið þeir voru svo sterkir en um morguninn var allt í rólegheitum. Kallinn fór uppá Kárahnjúka seinustu helgi en mamma og systir voru hérna og dekruðu við mig á meðan.
Ég er búin að vera í meðgöngusundi en treysti mér ekki í gær til að fara því miður. Ég er orðin það slæm að ég kemst ekki lengur útí búð ,það ferðalag tekur mig um klukkutíma en ætti að vera 25 - 30 mín í mesta lagi með miklu versli. PS er alltaf jafn duglegur er farin að príla upp um allt bara gaman að því ,get varla beðið eftir því að litli bumbubúi komi í heiminn þá getur maður sko stokkið á eftir PS sá á eftir að vera hissa.
Mákona mín og öll hennar fjölskylda er flutt til Danmörku og ég bara sakna þeirra heilmikið. En þau koma heim um jólin, þá verður sko stuð í kotinu.

þriðjudagur, júní 13

Verkur í mjöðm

Núna verða sagðar veikindasögur og fleyra skemmtilegt. Ég er að farast í mjaðmagrindinni núna á daginn þegar ég er að vinna finn ekki eins mikið fyrir verknum heima þar sem að ég get hreyft mig meira og sest þegar ég vil og þannig. Annars líður mér bara vel. PS er byrjaður að labba alveg einn og óstuddur en er samt enþá smá hikandi. Svo fer gaurinn að verða 1 árs og haldið verður uppá það á afmælisdeginum hans.
Pían á heimilinu er komin í skólafrí og fær verkefni heima fyrir.

þriðjudagur, maí 9

Langt síðan

Núna er ansi langt síðan ég hef skrifað einhvað hérna á bloggið og það er heilmikið að frétta af okkur í fjölskyldunni. Kallinn er kominn í framboð ,því fylgir sko heilmikil vinna en því lýkur fljótlega í bili allavega. En þetta er mjög spennandi svo er ekki verra að ég er líka í starfinu en kemst ekki eins oft á fundi sökum annríkis við barnauppeldi.Svo er nátturulega líka mikið að gera hjá píunni á heimilinu þar sem núna eru prófin alveg í algleymingi. Svo er ég farin að vinna aftur og er alveg ofboðslega þreytt en þetta er samt allt að koma.Fjölskyldan er svo að fara að stækka meira og viðbótin er sett á 8 - 16 okt en ég á eftir að fara í sónar þar kemur nákvæmari dagsetning.Svo langar okkur ofboðslega að vita kynið nátturulega. það þyrfti að vera 1 herbergi í viðbót í íbúðinni okkar þá væri þetta fínt og við þyrftum ekki að flytja neitt. En við erum að leita bara uppí Mosó auðvitað, enda er það besti staðurinn.PS stækkar mikið og er mjög duglegur að boða, láta í sér heyra ásamt því að tæta svolítið í skrautið heima.

Betsu kveðjur í bili

miðvikudagur, febrúar 22

Þrífa hvað er það

Ef að ég ætlaði að hafa íbúðina mína jafn þrifarlega og fína eins og ég vil hún sé þá þyrfti ég að vera að allan daginn ég er varla fyrr búin að þrýfa einhvern hluta af íbúðinni sný mér við þá bara skítugt aftur.Í alrýminu er þetta bara vonlaus barátta svo einhvernmegin þá heldur heimilsfólkið að þetta gerist bara að sjálfu sér og skilur ekkert í tuðinu í mér um að ég þurfi hjálp við þetta allt saman. Ég ætla nú ekki einu sinni að ræða um þvottin. Held að ég þurfi svona konu sem kemur heim til mín og skúrar og þurrkar af þar sem að ég rætt svo næ að taka bara til en ekki þrífa. Ég næ þó að þrífa klósettið mitt einu sinni í viku annars gæti ég ekki farið inná það hvað þá heldur að fara í bað.
Annars er lítið annað að frétta , það styttist mjög hratt í það að ég fari að vinna aftur.Það er kvíði í mér en samt líka tilhlökkun að fá pásu frá heimilinu í smá stund af degi.

Þá er best að maður fari að taka til

miðvikudagur, febrúar 8

Stórir hlutir

Ooooo maður ætlar sér alltaf svo stóra hluti eins og t.d átakið sem að ég ætlaði sko að fara í um daginn jamm það hefur ekki gengið ég hef ekki farið einu sinni í ræktina.Svakalega getur maður nú verið mikill looser það er ekki eins og þetta sé einhvað mjög mikið mál en allavega þá er ég byrjuð á því að taka mig á í mataræðinu og það gengur bara frekar vel allavega hætt að drekka mitt dýrmæta pepsi max sem er bara gott mál, svo er ég byrjuð á að borða morgunmat og hádegismat líka þannig að það er mikill munur. Núna er ég að deyja úr hungri þegar ég vakna.Pían á heimilinu er byrjuð í orkuátaki bara gaman að því.PS er ekki enþá komin með tennur en er að myndast við að skríða.
Svo vorum við að fá endanlega staðfestingu á því að enn eitt ættarmótið á að vera í sumar í ættinni hjá kallinum og það kostar handlegg og fót að fara á það ekki nóg með það heldur er þetta líka tjald/útileiga einhvað sem að ég er ekki alveg að fíla sko.Alltof mikið af kóngulóm og svoleiðis skríðandi dóti .
Svo á það að byrja 4 dögum eftir að PS á afmæli þannig að maður verður kanski að fresta því uppá að geta haldið uppá það fyrir barnið nema að þetta verði eins og með skírnina búin að bjóða fullt af fólki sem gat ekki komið vegna þess að það var röng helgi :o( Ekki eins og maður hafi ekkert fyrir þessum hlutum.
Litla systir er alveg flutt heim ekki það að ég sjái hana einhvað meira eða nái á hana á MSN eða neinu.Mér skilst að hún sé að vinna svona mikið , ok þannig að það sleppur.

Jæja þá er komið nóg af tuði í bili , bið að heilsa öllum sem koma inná bloggið.

föstudagur, janúar 27

Ættarmót og fleyra

Það er aðeins að rofa til í einverunni ég er að fara út í kvöld í kokktelboð og svo er ein vinkona mín að fara að halda uppá afmælið sitt fljótlega.Annars er ég búin að áhveða að fara alltaf í ræktina rétt eftir að matartíminn er búin hérna eða allavega að PS sé búin að borða ég hef rosalega gott af því bæði að fá pásu frá öllu og styrkja mig í leiðinni.
Svo á að vera annað ættarmót í sumar skilst mér svona úti að tjalda, það verður einhvað skrautlegt sérstaklega þar sem að ég þoli ekki skordýr og allra síst kóngulær VIÐBJÓÐUR.
Svo á Árshátíðin að vera í mars mar verður að blikka tengdó uppá að passa PS, þó svo að pían sé orðin frekar stór en PS er enþá svo lítill að það er ekki alveg að ganga upp enþá að hún sé að passa hann ein.

föstudagur, janúar 20

janúar að verða búinn

Svakalega ætlar þessi mánuður að vera fljótur að líða áður en ég veit af þá er ég farin aftur í vinnuna.Annars er voðalega lítið að frétta.Í seinustu viku var þetta algert pestabæli hérna allir veikir nema pían á heimilinu. Við vorum á ættarmóti seinasta laugardag en vorum ekki leng vegna veikinda en það var alveg fínt.Gott að borða ,einmitt það sem að manni vantaði af því að maður er alveg að skreppa saman eða hitt þó heldur.Ég er bara ekkert að skilja í þessu af hverju ég er að blása svona út en það gæti verið útaf skúkkulaði æðinu sem er búið að hrjá mig seinustu 2 mánuði,sem að ég skil sko ekkert í tek inn króm og allt.Það er sko ekki að virka það get ég alveg sagt ykkur.Annars ætla ég nú einu sinni en að reyna að taka mig á.