miðvikudagur, janúar 22

Skítakuldi

Það er búin að vera svo mikill skítakuldi hérna á þessu guðsvolaða landi að það er ekki hægt að fara út fyrir hússins dyr. Nema svo dúðaður að mar geti varla sett fótinn fram fyrir hinn. Núna getur mar heldur ekki farið út að reykja án þess að verða að frostpinna.Svo þegar mar kemur inn þá er ekki hægt að gera neitt í hálftíma vegna þess að mar þarf að afþýðast :o)

Núna er ég komin með þvílíka æðið fyrir Simcity 4 frekar flottur leikur og svo er ég nátturulega alltaf að spila civ. En ég geri nú meira en svona situíþróttir
það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í ræktinni undanfarið. Sem er gott af því að ég er að fara keppa í tveimur liðum í keilu í næsta mánuði. Svo það er eins gott að vera komin með góða vöðva á höndum og fótum svo að ég geti rústað þessu.

laugardagur, janúar 18

Natzy

Núna er ég ekkert búin að vera að skrifa í nokkra daga hérna inná. Svo þarf ég líka að fara að koma með nýja könnun.
Ég er mest búin að vera í ræktinni og vinna og sofa. Það er loksins að koma fram árángur af öllu þessu púli. Þetta ætti bara að vera þannig að mar gleypi bara töflu og þarf svo ekki að gera neitt meir. Þetta gerist allt svo hægt, eins og allt er orðið núna í dag þá vill mar að allt gerist núna og ekki seinna en í gær.
Ég fór í gær aftur í nazistatímann og þarna var komin nýr æfingafélagi mjög ógnvekjandi hún hefur verið 190 cm há og jafn breið á alla kanta, ég verð að segja það hún var við hliðina á mér og ég var bara lafhrædd við konuna. Fyrir utan allt hitt var hún rauðhærð líka og með freknur.

Núna fer formúlan bráðum að byrja með suddalega breittum reglum, það verður forvitnilegt að sjá hvernig keppninar koma út. Ég er núna fullviss um sigur og að ferrari tapi þetta árið

laugardagur, janúar 11

Dacuse

Ég fór í planet pulse í morgun í heita pottin og axlanuddið og setti svo punktin yfir ið með því að fara í gufu. Þegar þetta var búið fórum við skötuhjúin á næsta kaffihús og sátum í dágóðastund, drukkum kaffi og reyktum mikið.
Núna stendur yfir HM 2003 hjá öllu liðinu og ég er bara heima að vesenast í tölvunni og blogga smá. Svo er forvitnilegt að sjá hvort að það endi allt með óskupum hjá palsson og félögum.

Ég fór í einhver þann suddalegasta sprikltíma í gær, þjálfarinn var einn sá hreinasti nasisti sem ég hef hitt mar var svo keyrður áfram að ég gat ekki notað á mér hendurnar né fætuna heldur skreið einhvern megin áfram. Taugatitringurinn var svo mikill, og í dag er mar að drepast hreinlega úr harðsperrum. Til allarar hamingju er ég ekki að vinna í dag, ég hefði ekki dugað út daginn.

föstudagur, janúar 10

Samsæri

Þá er mar byrjaður í ræktinni og þetta er mjög athyglisvert. Það eru bara sykurstrákar á kvöldin þegar ég nenni að fara að hreyfa mig. Svo að ég ætla að reyna að vakna snemma á morgnana og fara í sprikklið. Ég fór í gær og það var mjög slæmt, ég held að mér verði ekki hleyft inn aftur af því að ég hef örugglega sært blygðunarkennd sykurstrákana í gær. Málið er að ég ákveð að drífa mig um sjöleitið í gærkveldi og þegar ég er komin í búningsklefan og tætti mig úr öllum fötunum þegar ég uppgötva mér til mikillar skelfingar að ég er bara með þröngar buxur og þröngan stuttan bol sem felur ekki mikið og hafði ég þá gleymt utanyfir bolnum sem ég er vön að fara í utan yfir þennan topp. En allavega þá ákveð ég að skella mér samt sem áður inní sal og fara að hreyfa mig og jújú viti menn þegar ég mæti inn þá eru 5 súkkulaði þarna inni og ég setti upp hökuna og gekk að hlaupabrettinu eins og hafi aldrei gert neitt annað. Ég fer að skokka einhvað svona og verð þá litið á mig í speglinum og hafði aldrei séð hræðilegri sjón ég var öll í hristi og spikið vall yfir buxunar og undir toppin þannig að ég einbeitti mér mjög mikið að sjónvarpinu það sem eftir var að hlaupatímanum hjá mér. Svo nátturulega af því að ég er svo heppin þá kom ein horreglan og plantaði sér við hliðina á mér. Örugglega bara til að hún liti betur út ekki útaf því að það eru bara 3 hlaupabretti heldur er þetta samsæri.

Ég var í tímastjórun í gær og núna í dag veit ég að ég get stjórnað tímanum eins og ég vil muhaha. Nei í alvöru þá er óhugnalegt hvað við eyðum miklum tíma í að gera ekki neitt svo skilur mar ekkert í þessu þegar dagurinn er í búin. Hvað gerði ég eiginlega í dag ???? En mar gerði heilmikið en allt bara svona smáverkefni t.d reykja, kaffipásur, matarhlé, spjalla við fólk, reykja meira, blogga, siv og svo nátturulega að hlusta á tónlist. Svo að það er ekki nema von að mar geti einbeitt sér að verkefnunum ( þeim stóru sko).

Þá er nóg komið af bloggi í bili

miðvikudagur, janúar 8

vinna og sofa

Þá er fyrsta könnunin mín komin þá er bara spurning hvort að Fúlmenni riggi hana einhvað hehehe.
Annars er lítið að gerast hjá manni þessa daga nema þetta vanalega sofa, vinna og borða og svo hangi maður þar á milli.
Vikan er bara hálfnuð og samt er komið nóg af vinnu það er spurning hvort að maður lifi út vikuna. Það er eins gott að ég skuli vera að fara í Tímastjórnunarnámskeið á morgun, manni veitir greinilega ekki af því. Því yfirleitt veit ég ekkert í hvað allur dagurinn hefur farið í.

þriðjudagur, janúar 7

Ein áttavillt

Ekki tók það mjög langan tíma en maður er svolítið áttavilltur á þessum stillingum sem fylgja þessu bloggi. En það kemur allt ég er komin með linka á síðuna hjá fúla og palsson . Svo dundar maður einhvað í þessu á morgun en ég nenni ekki að vesenast meira yfir þessu.

Komin á bloggið

Jæja þá er mar komið í bloggið eins og allir hinir. Svolítið ömurlegt, þetta þýðir að mar hafi of mikinn frítíma.Svo þarf ég að breyta lookinu á síðunni. Þetta er svo ömurlega APPELSÍNUGULT