föstudagur, júlí 30

Fyrsti dagur í fríi

Vaknaði og það er óveður úti uff og við erum bráðum að fara að leggja af stað uppá Laugarvatn. Það var mikið Mblog'að í gær og vinnufélagi Ram ætlaði alveg að tapa sér í s+inu mblogi ég hélt að ég hefði verið slæm en Ram tók myndir af öllu ég set link á Mblogið hans undir linkasafninu mínu ásamt öðrum Mblog förum sem voru að fara til eyja um helgina.
Jæja ég er að fara ég mun næst blogga á þriðjudaginn eða miðvikudaginn þegar ég kem til baka frá Laugarvatni.
Já það er eitt það fannst mynd af vinnufélaga mínum á netinu og það varð allt crasy hjá nerðunum sem að ég er að vinna með aðalega í því að gera grín af þessum gaur, en það var þokkalega gaman.


Plug'N Play farin á Laugarvatn

fimmtudagur, júlí 29

Seinasti vinnudagurinn

OK ég á stundum rosalega erfitt að vera ég . Það er allt búið að vera crasy að læra og taka próf en þetta reddast alveg vona ég . En ég var rosa dugleg að mbloga í gær á meðan ég var í vinnunni annars er kominn mynd af muttinum inná mblogið. Kallin hélt fyri mér vöku í fyrra nótt með hrotum og óhljóðum ég fór uppí rúm að sofa ca 4 um nóttina og gat ekkert sofnað fyrir þessum hljóðum við hliðina á mér þannig að ég gafst upp ca 6 um morgunin bæ the vay og fékk að sofa í einn tíma og var nátturulega óhugnarlega þreytt og súr þegar ég mætti í vinnuna einum tíma seinna og seint líka en samt ekki mikið nokkrar mín.
Pían kemur heim í kvöld og svo aá morgun förum við de hele familien uppá Laugarvatn matseðillinn var áhveðinn í gær og verslað verður saman fyrir helgina. Og við eru að tala um uppistöðu af núðusúpum ,pulsum uppáhaldi Íslendinga og hamborgurum og það eru ekki nokkur stikki heldur erum viða að tala um í tugartali.
allavega þetta verður örugglega mjög skemmtileg helgi fyrir alla hina þar sem að ég mun eyða mestu af mínum tíma í að klára að læra.
Svo þegar ég er búin að læra og taka lokaprófin og væla svolítið yfir því að hafa ekki náð Nei segi svona þá ætla ég að spá svolitið í HTML og athuga með teljara of svoliss stuff.

Athyglisvert annars er ég að komast að því á mjög kaldan hátt að lífið mitt er frekar venjulegt og jafnvel rútínubundið .


Plug'N Play rútínu kona

miðvikudagur, júlí 28

Mblogg

Núna er ég byrjuð að prufa mblog þá er bara að vera dugleg um helgina að senda myndir

þriðjudagur, júlí 27

2 dagar í fríið

OOOOO ég get varla beðið eftir því að fara í frí það er búið að vera mikið planað útaf því og nóg að gera seinustu dagana í vinnunni áður en ég fer í frí.
Annars er mikið verið að spá í því hvort að mar eigi að fara á Laugarvatn eða ekki og það er mikið hita mál ég var orðin voða sátt við að vera bara heima í borginni og slappa af bara.
Allavega verð mikið að læra í kvöld á meðan kallinn er ekki heima til að reyna að klára allt sem að ég á að gera fyrir lokapróf og ég er að verða stressuð.En kallinn verður heldur ekki heima á morgun heldur yessssss.


Það sem drepur mann ekki styrkir mann


sunnudagur, júlí 25

Sæludagur

Það var allt crasy hjá mér núna í dag ég var að þrífa allt hérna enda veitti ekki af því og svo var ég að læra líka kláraði 2 umsagnir um 2 smásögur. Þar sem að ég hef núna bara nokkra daga til að klára fyrir lokaprófin . Alla vega á föstudaginn vorum við að borða heima hjá systu og mikið drukkið af bjór vorum komin heim samt kl 12 og kallin orðin mjög þreyttur þar sem að hann áttiað vinna daginn eftir og var þar af leiðandi ekki að drekka og við höfum örugglega verið mjög leiðinleg eða ekki :o) á laugardeginum hékk ég bara í algjörri leti og gerði ekki neitt fyrr en kalin kom heim og fór þá að heimta mat, allavega þá elduðum við okkur tortilla omg það er svo gott ég át 3 stikki ekkert minna og var svo södd að ég var að springa að ég gat ekki hreyft mig.
En alla vega þá erum við að fara í bíó að sjá I ROBOT

Sumarfrí eftir 4 daga

föstudagur, júlí 23

Absoloute Legend

Ég tók eitt gagnvirkt próf í gær til að fylgja eftir þessum point Dexter töktum mínum og viti menn ég náði alveg 100 % s.s uppá 10 og næsta próf er skipulagt að verði næsta laugardag þannig að það er eins gott að vera ekkiað drekka mikin öl í kvöld þegar ég fer að borða með systir minni og gaur sem að hún er að daita svona rétt fyri brottför til DK En hún nátturulega vissi ekki að hún myndi alveg 100% ná að komast í skólan. Ok nema það að eftir prófið á laugardaginn þarf ég að fara í algebru reikninginn og mig hlakkar ekki til get ég svo með sanni sagt.
Svo verð ég að fara drífa mig í þvi að klára allar þessar ritgerðir sem að ég á að skila til Ísl kennararans í byrjun ágúst þannig að það eru ekki margir dagar eftir OMG ég hef 18 daga ca fyrir utan drykkju daga í sumarfríi þá er þetta ca 10 dagar PANIC

Jæja þá er best að halda áfram að vinna fyrir aurnum sínum.


Þú ert heppinn að hafa hitt mig :o)

Ósamnefnd brot

WEll þá er ég búin að vera að reikna og reikna eins og óð kona,og ég er búin að finna það út að ég reikna betur undir áhrifum áfengis s.s aðallega öl. Þannig að núna þarf ég að finna leið til að komast með öl inná lokaprófið í reikningi.
Annars er systir mín að fara að flýja land og ætlar til Danmörk og fer 4 ágúst ekki margir dagar þangað til, þar ætlar hún að leggja stund á nám og koma útlærð til baka. Annars er planið að fara aftur á Laugarvatn um verslunarmannahelgina.
Pían er að fara til Akureyrar á mánudaginn og kemur aftur til baka á fimmtudagskveldið.

Hvað ert þú kölluð þegar þú ert ekki á staðnum

Ég er t.d kölluð
Absoloute Legend

mánudagur, júlí 19

Expresso

Jæja þá er ég sest niður með expresso  bollann minn í hádeginu til að  rita niður ævintýri helgarinar.  Á föstudaginn  skutlaði faðir píunar henni niður í vinnu til mín rétt um eitt leitið nema það hálftíma síðar lendir  pían í því að nöglun á henni fór hálf af eftri slys sem að hún lenti í mánuði fyrr úr varð allavega að ég  fór niður á slysó með hana og þar vorum við alveg til 16:30 og það þurfti að taka nöglina af. Allavega við tók svo bið að bíða eftir kallinum að hann væri búin í þessu blessaða opnunarteiti  en hann fór ekki að ranka við sér fyrr en systir hans hringdi í hann  til að reka hann áfram af stað og það var kl 22 nema að við förum af stað uppá Laugarvatn kl 22:30 . Með pissustoppum kallsins og fleiri stoppum ! þá vorum við mætt á svæðið kl 23:50 mjög góður tími bara. Strax var farið í það að henda upp svefnaðstöðu og tekið til  veigar og hoppað af stað í dacuse sem að við hengum í mest  alla nóttina eða þar til að allar veigar voru búnar sem tekið var með. Daginn eftir var vaknað beint í grjónagraut  mjög gott og mikið gott veður farið var í sund og notið sín vel þar í einum áhv dacuse þangað til að eitthvað brúnt hefur sloppið útúr litlum kroppi ,þá var flúið burt og farið í sturtu. Eldaður var kóngamatur um kvöldið og  tekið til að halda áfram að drekka veigarnar sem tekið var með sér úr borginni.
Sunnudagur rann upp með  miklum hita ,sól og logni. Nátturulega var tekið til við að liggja í taning baði borið á sig olíu og farið í bikini . Svo kom öll barna hersingin út og þar með talið kallarnir svo var farið að vaða í vatninu og í dacuse með bubbli. Ég get svo svarið fyrir að kallin sem var úti í klukkutíma nái meiri lit en ég sem hékk úti í ca6 tíma með olíu.Þetta er nátturulega ekki sanngjart  þetta þýðir að ég þarf að versla upp byrgðinar af brúnnkuklútum fr´aHagkaup og vera stöðugt að bera á mig til að ég ná i kallinum í brúnku. Allavega um kvöldið þá var eldað aftur matur við hæfi kónga og ég get svo svarið fyrir það að ég er 2 -3 kílóum þyngri en þegar ég fór þangað uppeftir og fötin eru ekki að passa :o(   Þreytta familian var svo komin heim rétt um 23:30 á sunnudagskveldinu.   
Ég vaknaði svo uber hress til að mæta í vinnu núna í morgun en langar helst tilað liggja úti í sólinni með von um að ná kallinum í brúnku. En ég er að fara í frí bráðum.
 
sumarfrí eftir 10 daga  

föstudagur, júlí 16

Kaffi

Ég gær fór  ég til spangargaursins  bara til að borga honum pening fyrir að ég opnaði munninn fyrir hann. Nema það að ég síðan uppgötvaði skyndi expresso með  Amaretto keim  þetta er alveg óhugnarlega gott ég gæti alveg hugsað mér að drekka marga svona yfir daginn en þá myndi ég líka endanlega tapa mér. Ekkert merkileg að gerast hja mér í gær nema að ég  var að læra  og það í stærðfræði, alveg ágætt og svo þegar ég nennti ekki að vera ein lengur heima þá fór ég til systur minnar og það var mikið hlegið og gert grín að spænsku hreingerningarkonunni  hjá okkur. Kallin var ekki búin að vinna fyrr en seint og síðar meir og versluninn er orðin alveg óhugnarlega flott, get ekki beðið eftir því að hún opni  sem er í dag . Ég fór á Mekong ok alltí lagi ég veit ég tek áhættur í  lífinu en það var alveg ágætt nema það að ég var ca 45mín of lengi í mat held samt að enginn hafi tekið eftir því að mig vantaði hérna á svæðið  sko . Við fjölskyldan vorumað spá í að leggja land undir fót og fara eitthvað um helgina s.s útúr bænum.
 
   Iceland here I come


miðvikudagur, júlí 14

Þreyttasti dagur vikunnar

Jæja það var ekkert úr bókanerda samkomunni í gær ætlum að hittast í dag . Þannig að ég bara fór heim til þess að koma í mat sem að kallinn var búinn að elda fyrir mig.Svo í gærkveldi rann á mig reikningsæði og ég bara verð að klára að reikna svo mikið fyrir lok vikunar er komin á eftir með það líka . Einkennilegt hvernig kæruleysið eltir mann alltaf. Mar má ekkert slappa af mar verður að klára sitt bara. WEll vaknaði/fór á fætur í morgun eftir enn eina hálf svefnlausa nóttina og ég var alveg ógeðslega þreytt og ekkert að nenna fram úr.Miðvikudagur er erfiðasti dagurinn til að vakna svona á morgnana. Kallinn var klukkutíma að taka sig til eins og vanalega ég er bara ekki að skilja þetta hversu lengi hann er að hafa sig til fyrir vinnuna.Ég er til dæmis 10 til 15 mín að hafa mig til fyrir vinnudaginn. Enda nátturulega falleg sjáðu. Ég eignaðist óvænt annað barn í gær skv sundfélaginu sem að dóttir mín æfir hjá, þar sem að þau áhváðu að rukka mig fyrir bróðir kallsins míns líka ég var nú mikið að spá í því að heimta meðlag af tengdó eða allavega niðurfellingu á leigu. Annars er ég að fara til spangaspesalist á morgun og það á að setja þykkari vír og 2 festingar í viðbót hjá mér og mig hlakkar ekki til get ég nú sagt og svo heimtar hann af manni aleiguna fyrir að pynta mann og pína. Vill svo að mar mæti aftur til baka sjálfviljugur til hans !!! jæja ætla að fara vinna aftur


Heimurinn er betri staður af því að ég er í honum !

þriðjudagur, júlí 13

Sofa hvað er það ??

Jæja það hlaut að koma að því ég er endanlega búin að sjá ljósið s.s búin að tapa mér.Þetta byrjaði allt mjög sakleysislega ég ætlaði að fara yfir setningarfræðina og ath hvenær ég ætti að skila þessum verkefnum og OMFG ég átti að skila þeim inn þann 11 júlí allavega þá gleymdi ég mér algerlega í þessu vegna skelfingar til klukkan 3 í nótt samt engu nær með þetta aðalsögn og umsögn ???. Þá var ég orðin svo hyper að ég bað kallinn um að setja bara eitthvað til að horfa á það var svo úr að ég fór ekki að sofa fyrr en kl 5 í nótt. Alveg tippical fyrir mig átti svo að mæta til vinnu kl 8 um morguninn og auðvitað svaf ég yfir mig mætti samt bara 20 mín seint. Ég vil samt bera fyrir mig stundarbrálæði, geðklosfsýki eða eitthvað svoliss. Ég á síðan fund með bókmenntafræðingi aka bókanerd til að hjálpa mér með þetta óyfirstíganlega setningarfræðisfjall.Hey hahaah er ég THE MASTER eða hvað ég kláraði CSI leikinn í gær búin að leysa öll morðmálin og orðin MASTER skv Grissom allavega. Mig grunar að ég muni lognast útaf þegar ég kem heim í kvöld en samt ekki fyrr en ég verð búin að fá mér að borða.

mánudagur, júlí 12

fyrsti vinnudagur vikunnar

Jæja þá er mar mættur til vinnu eftir veikindi og helgarfrí. Mikið af ólesnum pósti og stuð bara eins og alltaf. Ég nenni ekki í hádegismat ætli ég verði ekki bara við borðið mitt og gúffa í mig powerbar og burn it töflum bara og svo nátturulega út að smóka og drekka kaffi þannig að ég verð bara ógeðslega hyper eftir hádegi og lippast svo niður um 19 í kveld alveg búin á því. Lærdómurinn fór alveg útum þúfur núna um helgina ég verð að taka mig á hvað það varðar þetta gengur bara ekki lengur. Fór til vinkonu minnar á laugardeginum sem að ég hafði ekki hitt í marga mánuði og nátturulega þurftum við að rifja upp allt slúðrið sem hafði gerst á þessum tíma . Það var ekkert bara klukkutíma heimsókn sko. Svo var vinnufélaginn minn sem situr við hlið mér í gengum súrt og sætt búin að raka af sér allt hárið í morgun þannig að það var smá sjokk svona á mánudegi. Kallurinn minn kom svo í ha´deginu og tilkynnti mér það að hann væri kominn með hátalara og magnara sem að hann ætlar að setja upp eins og það sé ekki nóg að vera með snúrur um alla stofu og tölvuskjái ásamt vélum sem ekki eru í notkun. Og það í þessu líka flenni plássi sem að við erum með ég er viss um að hann er að setja þetta upp í þeirri von að eitthvern daginn detti ég um þetta og kyrkist, þá myndi það vera dauði af slysförum og ekki nóg með heldur líka heimilistryggð. Þetta er mjög vel útplottað hjá honum nema að hann er bara ekki búin að fatta það ég veit um þetta plan hans.

sunnudagur, júlí 11

Sigur

YES Það er enþá von fyrir liðið mitt en samt ekki á þessu keppistímabili samt. Raikkonen lenti í 2 sæti núna í dag eitthvað sem að hefur ekki gerst síðan í keppni í fyrra minnir mig.Það var kominn tími til enda kominn á nýja bílinn loksins.
í gær fengum við okkur fylltar kjúklingabringur og rósavín það var rosalega gott og svo sofnuðum við bara og sváfum til 11 ca þá vöknuðum við og kallinn fór að horfa á imbann meðan ég fór í þennan æðislega spennandi CSI leik ég náði að leysa 2 sakamál á 3tímum ca. En þetta kemur svo með æfingunni þá lærir maður að nota þessi verkfæri til þess að skoða sönnunargögnin sem að maður er búin að safna. Jæja ég ætla að leika mér smá og svo að læra eins og ég ætlaði að gera. Kallinn er alla vega að vinna til 17 í dag.

laugardagur, júlí 10

Læra meira

Jæja ég vaknaði mjög snemma og byrjaði að vinna að ritgerðinni sem að ég þarf að skila fyrir 10 ágúst. Ég ætla að nota helgina í það að læra mikið eða s.s vinna upp allt þetta kæruleysi sem búið er að hrjá mig seinustu 2 vikur. Allavega í gærkveldi kláraði ég umsagnir um 2 smásögur þannig að ég á bara eftir að pikka það inná skjal.Annars var ég að spá í því að kíkja til vinkonu minnar á eftir sem að ég hef ekki hitt í langan tíma.

föstudagur, júlí 9

Súr dagur

Well vaknaði í morgun með vibba beinverki og hausverk þannig að ég fór ekki í vinnuna. Svo sofnaði ég aftur og vaknaði seint og síðar meir fór þá á fætur og lagaði mér kaffi og tók inn verkjatöflur ca klukkutíma síðar leið mér orðið betur.Þannig að núna er ég að vinna í smásagna verkefninu mínu aðeins athuga hvað ég get gert í dag. Annars ætlaði ég að vinna rosalega í því um helgina þegar kallinn er ekki heima. Tinna beib fór til ömmu sinnar í morgun og verður síðan hjá pabba sínum um helgina. Til þess á bæta gráu ofan á svart þá var þetta heitasti dagur sumarsins og ég að hanga inni vegna
veikinda svolítið tippical fyrir mig

fimmtudagur, júlí 8

Ekkert blogg

Uffff ég hef ekkert bloggað í heilt ár þannig að það er bara gott að byrja aftur áður en mar fer í frí.Ég er búin að gera heilmargt á einu ári toppanir myndu vera
ferð til London-Duran Duran tónleikar á Wembley-Keramikmálun-2 útskriftarpartý-Deep purple tónleikar-METALLICA tónleikar-heitur pottur verslaður-fór aftur í skóla-placebo tónleikar-út að borða með vinnufélögum-man ekki eftir meira í bili :) En þetta er búið að vera frábært ár.
Það er fínt að byrja að blogga bara svona í frístundum bara þegar mar nennir.Ég fer í frí 30 júlí og ég get varla beðið eftir því,ég bókstaflega tel daga þangað til.