þriðjudagur, ágúst 31

Úberlausnin

Jæja þá er komið að því ég er búin að finna lausnina við offitunni með nýjum kúr sem að ég var að fatta.

Hann heitir Stóri sveltiskúrinn og er uppbyggður svona

1. Mjög mikilvægt : Hreinsaðu heimilið þitt af öllum matvörum og taktu frí í vinnunni í 1 mánuð og láttu vini þína vita að þú sért að fara til útlanda í heilan mánuð.( þá sleppirðu við að fá þá heim til þín etandi eitthvað eða jafnvel bjóða þér út að borða.) Ekki undir neinum kringumstæðum fá þér að borða né fara útí búð.

2. Aðaluppistæða sveltiskúrsins er VATN og aftur vatn.

3. Ekki þykir nauðsynlegt að hreyfa sig á meðan þessu stendur þar sem að það getur orsakað svima og óþægindi.

4. Að mánuði loknum ættir þú að vera búin að ná þessum langdrengu og eftirsóttu bogadregnum línum, sem að koma í ljós við 45 kíló eða minna. Og þú getur verið viss um það að vinkonur þína verða grænar að öfund og allir menn á eftir þér.

Svona er nú það og segið svo að enginn vilji fara á svona stuff allavega er þetta mjög vinsælt hjá fataframleiðindum og allir vilja vera svona óhugnalega grannir.Ég er viss um að efa að ég markaðset þetta rétt þá get ég grætt milljónir.


Stóri sveltiskúrinn

mánudagur, ágúst 30

Komin aftur til vinnu

Þá er mar komin aftur til vinnu eftir langt frí og það er nú bara fínt að vera komin aftur kunnulegir krampaverkir í maganum komu aftur í ljós ásamt óhóflegri kaffidrykkju. Ásamt óhugnalega kunnulegum verkjum í puttunum á of miklu pikki á lyklaborðið svo hef ég ekki talað svona mikið síðan ég fór í frí.

Svo til að toppa allt þá eins og þið vitið er ég komin í stríð við viktina og það vill svo skemmtilega til að það er heilsuátak í vinnunni til áramóta og ef að ég nenni þá ætti þetta nú að renna af manni og þá get ég farið að sættast við fataframleiðindur. Og jafnvel skrifað undir friðarsáttmála við viktina sem að ég á ekki einu sinni til heima hjá mér.

En allavega þá er þetta alveg bara ágætur dagur.


Þetta þýðir stríð

fimmtudagur, ágúst 26

Þetta er orðið fínt

Núna er mar búin að fá nóg af viktinni og ég er farin í stríð. Þegar garðbekkurinn úti lyftist upp hinumegin þegar ég sest á hann þá er þetta orðið alveg rosalegt og kominn tími á að fara í megrun. Það styttist í það að ég fari í vinnuna aftur og mér er í raun farið að hlakka til en kvíða fyrir líka mar er búin að vera í svo löngu frí að það verður erfitt að snúa sólarhringum aftur við.

þriðjudagur, ágúst 24

Enþá í fríi

Þá fer að styttast í að maður fari aftur í vinnuna, núna er mar bara búin að vera svo lengi í frí að það er verður erfitt að vakna.
Ég er sko aldeilis búin að snúa sólarhringnum við, spurning um að byrja bara að vinna á nóttinni. Mar er búin að horfa á alla allo'allo þættina eins líka Falwty Towers hehe þeir eru alveg frábærir gamlir en góðir.

annars er allt að verða crasy hjá mér núna þar sem að það verður erfidrykkja hérna á föstudaginn og það þarf að laga til og svoliss dóterý.


Þrífa þrífa

föstudagur, ágúst 20

Erfitt

UFFFF ég hef ekkert skifað í heila viku vegna þess að það kom sá skelfilegi atburður í familien að sonur mákonu minnar lést seinasta fimmtudagskvöld aðeins 5 mánaða gamall en niðurstöður úr krufningunni komu í gær og það var vöggudauði svokallaður sem að varð til að hann lést.
Jarðaförin verður næsta föstudag og ég veit að sá dagur verður mjög erfiður.

Ég ætla ekki að tala meira um þetta hér.
Fríð mitt er að verða búið en það er alveg ágætt mig hlakkar nú svolítið til að koma aftur í vinnuna.

fimmtudagur, ágúst 12

OMG hvað það er heitt

Það er búið að vera svo heitt seinustu 2 daga að það nær ekki neinni átt. Íslenskuprófinu er lokið og þá er bara að bíða og sjá hvað gerist annars er reikningsprófið í fyrramálið og er smá stressuð yfir því.
Annars fór ég og öll familían í grill niður í miðbæ sem var frekar næs og líka þetta frábæra veður þannig að maður hékk helst bara á svölunum.Myndir á mblogginu.
Annars græjuðum við gillið í dag það er búið að smúla skrúbba og pússa eins og hægt er og það verður sko grillað á morgun. Já við skötuhjúin fórum í gönguferð í hitanum í dag og ætluðum að taka hundinn með nema það að ég hef aldrei séð hann spyrna svona rosalega á móti og endaði með því að hann bara flúði inn.
Í gærkveldi horfði ég á mynd fahrenheit 911 sem var rosalega góð og maður fer að hugleiða um alla þessa spillinu og vinskap ásamt því hvernig heimurinn myndi vera efað Bush hefði ekki náð að svindla sér inn, já ég segi svindla af því að ég stend föst á því að þessar kostningar voru riggaðar.
Jæja núna ætla ég að fara að lúlla svo að ég vakni í prófið í fyrramálið.

Systir ég get lánað þér spænsku konuna ef þig vantar :o)

mánudagur, ágúst 9

hva er komin dagur

Uff þetta sumarfrí er alveg að fara með mig ekkert að gera nema að hanga í tölvunni og læra þess á milli ásamt því að sofa sem mest, nema að núna hef ég greinilega klárað allan svefn sem að ég átti inni. Þar sem að ég hef ekki getað sofið síðan kl 16:30 í nótt. Hvað á mar sv að gera þegar enginn er vakandi nú auðvitað hanga í tölvunni browsa netið og laga til. Já þú last rétt ég fór og lagaði til um hálf 7 leitið í morgun varð meira að segja svo morgun uber hress að ég þreif gluggana að utan, sem betur fer var ég kominn inn þegar fréttablaðs-útburðurinn átti sér stað sem var 20 mín í átta er það ekki svolítið seint ?
allavega ég er búin að drekka 1 expressobolla og 3 kaffi síðan ég fór á fætur og er mikið að spá í að gerast óhugnarlega mikil húsmóðir í dag og hafa hádegismat hvorki meira né minna, ekkert kornflex át í dag vinur.
Ég lagaði formúlu liðið mitt í liðsstjóraleiknum á formula.is og núna mun ég rúla í næsta kappakstri sem verður 15 ágúst. He he ég las grein í fréttablaðinu um að byggja upp kvennaathvarf á eyðieyju í Danmörk ég gerði mér ekki grein fyrir því að kallarnir í DK væru svo sjúkir að henda þyrfti vesalings konunum lengst í burtu frá siðmenningu til að forðast þá. Mér finnst þetta svolítið langt gengið, væri ekki frekar að loka þessa sjúku kalla inni. En það má örugglega ekki af því að þeira hafa örugglega ekki gert neitt skv lögreglunni heldur eru konunar svo móðursjúkar að þær eru að ímynda sér þetta allt saman og best væri að setja þessar móðursjúku konur á eyðieyju saman.

Ég segi nú bara að ekki er öll vitleysan eins

Athyglisvert


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty


Skv þessu O.C hvaða karakter ertu þá er ég þessi pía sem er mjög athyglisvert


sunnudagur, ágúst 8

læra meira

ok eina sem að ég er búin aðvera að gera núna er að læra og kvaddi systir sem er farin til DK hún er allavega búin að senda mér 2x mail. En lokaprósfið í íslensku verður á þriðjudaginn kl 10:30 það er þá bara eins gott að vakna tímanlega, allavega er ég orðin mjög stressuð enda mörg ár síðan ég tók próf og auðvitað verður sól þegar það próf verður og líka lokaprófið í reikningi sem verður á fimmtudaginn.
Ég blogga meira þegar eitthvað annað gerist hjá mér annað en að læra og læra

Liðun og þáttun

laugardagur, ágúst 7

aðalsetn og aukasetningar

ég er búin að vera á fullu í aukasetnignum og aðalsetningum og í mínum huga er allt núna tilvísunarsetningar eða svoliss stuff ég allavega sýrð af þessu dóti. Bæ the way syrtir fór í burtu til DK seinast fimmtudagsmorgun og ég er strax farin að sakna hennar. Þetta verður hræðilegt að geta ekki hringt í skutluna og talað við hana en allavega er ég með sniglapósthófið hennar þannig að ég get skrifað henni ég annað slagið á blogginu eða e-mail en viöð vitum hversu gaman er að fá gamaldags póst þannig að ég ætlað að kaupa bréfsefni og skrifa henni en ég er að fara að hella mér í bókstafsreikning enda eru lokaprófin í næstu viku þannig að ég einbeiti mér að þeim.


Svakalega ertu heppinn að hafa hitt mig

miðvikudagur, ágúst 4

Komin heim

Jæja þá er mar komin heim í kotið sitt og mjög glöð með það. Það var rosalega gaman á Laugarvatni mikið farið í gufu, heitapottinn og aðallega á nóttinni og ekki var hægt að taka myndir vegna þess hve dimmt var orðið úti.En sundið var mjög vinsælt líka mikið borðað og drukkið öl. Á mánudagskvelið fórum við á pöbbaröltið á stanum sem var eiginlega bara bein leið á Lindina ? sem var eini staðurinn þarna það var svo sem fín tilbreyting. Annar er lítið annað að segna nema að ég klári allar umsagninar 7 og búin að vera á fullu að setja það inní tölvuna frá því að ég kom heim.En ég er að fara ð lúlla núna og blogga meira á morgun.

Núna er ég farin að lúlla