þriðjudagur, október 26

Þetta er bara búið !

Ég er að fara til London í byrjun des og mig hlakkar alveg óhugnarlega mikið til að fara, ætli mar drekki ekki bara öl og versli einhvað af jólagjöfunum.

Annars var ég að fá niðurstöðunar hvað kostar að setja 2 stykki títaníum-skrúfur svo hægt sé að setja tennur sem vantar bara 198.000.-þúsund BARA mar myndi halda að þetta væri úr skíra gulli bara fyrir þennan pening allavega. Svo er líka einokun á þessum markaði.
En þetta verður allavega til þess að í jólapakkanum frá mér er mynd af því sem að mig hefði langað til að gefa í jólagjöf þetta árið.Bara svo að við séum með það á hreinu og enginn sé að gefa sér einhverjar væntingar. Það verður margt að gerast i des
við skötuhjúin förum út til London
Dóttir mín á afmæli
tengdó á afmæli
pabbi á afmæli
Jólin :o)
Svo er mágkona mín að fara að gifta sig

Annað mál ég er að vonast til að kennarar fari nú að semja ,dóttir mín er bara farin að tala ensku útaf vídeóglápi en hún verður allavega tilbúin í ensku tímana ef að skólinn byrjar aftur !!


MINN FÁTÆKUR

sunnudagur, október 10

Langt síðan

Það er nú orðið nokkuð langt síðan að ég bloggaði en það er allt búið að vera í rólegheitum hérna. En við hjónkornin erum bara mest í því að slappa af bara.
Það er samt eitt Kallinn var barinn niður í bæ 1 okt og er með brotið nef og glóðurauga á báðum ásamt tilheyrandi skurðum.
Þetta var þrusu game 1 okt partýið sem að við vorum í rosalega gaman :o)
Systir var að senda mér pakka frá Danmörk svaka flott dæmi fullt af dóti sem hafði tilgang skemmtilegast þótti mér kaffikertið sem að ég á kveikja á og fara á MSN og spjalla við hana þá er það eins og að vera á kaffihúsi.

Svo er þetta síða sem vert er að skoða omfg hvað fólk virðist hafa of mikinn frítíma