sunnudagur, desember 26

Jólin að verða búin

Þá eru jólin að verða búin svakalega tekur þetta stutt af svo borðar mar svo mikið á 3 dögum að mar þarf að borða sig niður og svo tekur við önnur átveisla um áramótin. Já þetta er ekkert auðvelt. Við skötuhjúin fengum mikið af jólagjöfum sem að við erum rosalega ánægð með af því að þær voru allar fallegar og koma að góðum notum.Annars fékk pían á heimilinu mjög mikið af gjöfum og hún er mjög ánægð með þær allar.Hef nú ekkert meira að greina frá akkurat núna.

miðvikudagur, desember 22

Allt að gerast

Góðan daginn allir

Ég ætla að byrja á stóru fréttunum sem eru þær að ég er ekki bara með svona mikinn maga af áti heldur það líka að ég er með bumbubúa sem ætlar að koma í heimin ca 3 júlí en gæti verið fyrr ca 1/2 mán fyrr. Þið getið bara ímyndað ykkur gleðina sem er búin að brjótast út við þessa skemmtilegu uppgötvun en við erum rosalega spennt yfir þessu.
Annað öllum til mikillar gleði að ég tók ekki bara myndir af því sem að mig langar til að gefa í jólagjafir þetta árið heldur verslaði ég gjafir úti í London þannig að allir fá pakka núna þessi jólin. Ekki finn ég mikið fyrir jólafílingnum sem að mar á að finna fyrri svona þegar jólin eru að fara skella á. Það kemur kanski á morgun þegar ég fer að horfa á jólamyndir og drekka kakó og maula smákökur þegar við erum búin að skreyta jólatréið.

Með skemmtilegri kveðju og ósk um gleðileg jól

þriðjudagur, desember 14

Mjög spennandi

Ja hvern hefði nú grunað þetta ???

funny
Congratulations!! You're Mr. Funny! ;)


Which of the Mr. Men characters are you?
brought to you by Quizilla


Endilega athugaðu hvernig Mr kall þú ert og settu það í comment hjá mér.

sunnudagur, desember 12

Komin heim

Þá er ég búin að fara til London alveg frábær ferð í alla staði. Ég tapaði mér bara svolítið í verslinu enda mikið af útsölum í gangi og mar getur ekki sleppt því. Það var margt annað gert líka eins og að fara út að borða og á einum staðnum fórum við neðanjarðar og þar var fullt af litlum herbergjum sem voru öll mismunandi og í einu herberginu þurfti mar að labba niður 4 þrep og þar voru bekkir og glerborð til að slappa af,sötra öl og allt var grænt og yfir allan endavegginn var fiskabúr byggt inní vegginn og í honum hitabeltisfiskar þetta vara alveg geggjað flott. Við fórum í Govent garden og þegar við vorum að fara út úr stöðinni þá gátum við bara tekið lyftu eða stiga og ég voða bjartsýn og held alltaf að ég sé í góðu formi þá svo að ég hreyfi mig ekki neitt, sagði að stiganir væru ekkert mál en það var viðvörun um að þrepin væru 193 OMG þetta var endalaus hringstigi og þurfti oft að stoppa til að reyna að ná andanum og kálf- og lærvöðvanir hreinlega voru að fara í verkfall. Þegar við loksins vorum komin alla leið upp þá var labbað / skiðið beint á næsta pöbb til að hvíla lúin bein. En ein staðreynd það eru 115 þrep í kirkjutröppunum á Akureyri og hver er ekki lúin eftir að hafa labbað það upp.
Við vorum samt mest í St Albans og versluðum mest allt þar og ég voða fegin með það að vera ekki mikið að bera poka upp og niður Oxfordstreet heldur bara að laga þá götu og skoða jólaljósin og flottu gluggaskreitingarnar, við fórum í Hamleys og gleymdum okkur þar í 2 tíma í öllu dótinu bara að skoða og fikta í því sem að við gátum fiktað í, ekkert var verslað þar inni.
Ég verð aðeins að tjá mig um flugferðina heim sem var MARTRÖÐ hreinlega ég hef bara aldrei lent í svona flugferð. Hún byrjaði á því að það var mjög pirraður kani við hliðina á okkur og um leið og við vorum farin í loftið þurftu flest allir að pissa ??? allavega eftir það þá var fólk að labba fram og til baka í vélinni spánverjar sem gátu ekki setið kyrrir í sætunum sínum , full húsmóðir sem hreinlega bara gat ekki setið kyrr og þurfti mikið að spjalla við hina og þessa í vélinni og var búin að setja í gang lappann með simsons á með tilheyrandi hávaða fyrir krakkpúkana sína, þegar einn og hálfur tími var eftir þá byrjaði lítið barn að grenja og grenjaði restina af ferðinni, mar var orðin mjög pirraður þegar við vorum að fara að lenda. Um leið og flugmaðurinn sagði að við værum að fara að lenda þá tók pían með einni erm sem sat 2 sætum fyrir framan okkur til við að mála sig ekki það að málingin hafði lítið horfið í flugferðinni og hún gat málað sig í öllum hristingum sem var þannig að það var greililega ð hún er snillingur enda örugglega málað sig alloft á leiðinni í vinnunna í bílnum að keyra. Um leið og við vorum lent og vorum að keyra upp að Leifstöð þá ruku spánverjanir upp og byrjuðu að róta í handfarangurshólfunum en það er einhvað sem má bara byrja að gera þegar véin hefur stöðvast þó svo að þetta væei sagt við þá á ensku héldu þeir áfram þar til að flugfreyjan kom og var alveg crasy og þeir setust niður. Gvöð hvað ég var fegin að komast útúr vélinni enda orðin mjög pirruð á öllu sem var að gerast nema það að það má hvergi reykja á leiðinni út þannig að um leið og út var komið þá voru 2 rettur reyktar á engum tíma og guðslifandi fegin að vera að leiðinni heim í okkar bíl ein með engan hávaða og læti. Við vorum langt fram á nótt að gíra okkur niður eftir þessa flugferð og vonumst til að lenda aldrei aftur í svona. En til allrar hamingju var Londonferðin mjög góð þannig að mar fer að gleyma þessari flugferð.

Á laugardaginn var afmæli haldið hér heima og það var mjög skemmtilegt ekkert stress eða neitt og öllum leið vel í afmælinu gott að borða og allt tilheyrandi.
Á morgun byrjar vinnuvikan og allur raunveruleikinn skellur á mann, með tilheyrandi stressi og skemmtilegheitum.

Yfir og út Plug'n Play