fimmtudagur, febrúar 24

Allt að gerast

Ok það er allt að gerast núna ég fer að skrifa undir íbúðina á morgun og við flytjum 8 júlí uff kanski ekki óskadagsetningin en það verður bara að hafa það. Við erum mjög spennt og hlakka mjög mikið til að flytja.

Ég er á viku 22 núna og maginn búin að stækka alveg ótrúlega mikið bara á einni viku og ég vona að ég komist í kjólinn sem ég ætla að vera í á árshátíðinni eftir 1/2 mánuð uff óhugnarlega vongóð með það .Annars ermar bara að vinna og sofa svona í aðal atriðum.

Vika 22
Móðir
Það er mikilvægt að þú fáir næringarríka fæðu sem er prótínrík og með kolvötnum. Rétt næring tryggir að líffæri barnsins nái réttri stærð.

Gómar þínir geta bólgnað af sökum meðgönguhormóns í líkamanum. Hugaðu einnig vel að tönnum og gómum á meðgöngunni. Það getur verið mjög frískandi að fá sér sykurlaust hreinsityggjó!

Barn
Sogviðbragð barnsins er mjög vel þróað núna. Sum börn eru sérfræðingar í að sjúga þumalinn, löngu áður en þau fæðast.

Núna getur barnið gripið með höndunum.

Húð barnsins verður þakin mjúku hári (lanugo sem þýðir ullarhár) en það hjálpar barninu að halda líkamshitanum réttum. Ullarhárið hverfur svo rétt fyrir fæðinguna þó stundum sé ennþá eitthvað eftir þegar barnið fæðist.

Ef barnið er drengur eru eistun byrjuð að færast niður í punginn.
Annars kemur systir heim í nokkra daga í mars og mig hlakkar mikið til að sjá hana aftur. Ég fór í keramik seinasta miðvikudag og kláraði könnuna mína held að hún sé bara flott. En ok meira um íbúðina hún er alveg ný og þar af leiðandi allt nýtt inni og það skemmtilegasta við hana er það að það er þvottahús og geymsla í íbúðinni annars er hún hún 3ja herbergja sem er fínt svona tila ð byrja með .
Annars bæ bæ

þriðjudagur, febrúar 15

Sónar

Við fórum í sónar í dag og hægt er að skoða myndirnar í myndagallery hérna við hliðina. Núna er ég komin á 21 viku og við fengum að vita kynið :o)
Annars er lítið að frétta nema það að ég er ekkert búin að þyngjast en ég er að fara í næstu mæðraskoðun 22.feb og kanski kemur annað í ljós þá( vona ekki samt). Nákvæm dagsetning er komin hvenær barnið á að koma í heiminn sem er 30 júní


Vika 21

Móðir
Nú er meðgangan hálfnuð. Húrra!

Húðin á maganum er mjög strekkt vegna þess að barnið stækkar og þig getur farið að klæja.

Efsti hluti legsins (fundus) er nú samhliða naflanum.

Brjóstsviði er mjög eðlilegur á þessum tíma meðgöngunnar. Ef þú finnur fyrir miklum óþægindum af völdum þessa getur þú fengið lækninn til að mæla með nokkrum áhrifaríkum töflum sem virka gegn of mikilli magasýru.
Þú gætir fundið fyrir óþægindum í ökklum og fótum vegna bjúgs (sérstaklega á kvöldin). Drekktu mikið af vatni og reyndu að hvíla þig þannig með því að leggja fæturna á púða, t.d. uppi á borði svo fæturnir séu aðeins hærra uppi en líkaminn.
Þannig jafnast vökvasöfnunin sem veldur bjúgnum út.

Barn
Fósturfita barnsins (kölluð vernix) myndast með hjálp olíu sem húð barnsins gefur frá sér. Fósturfitan hindrar að húð barnsins verði gegnsósa af fósturvatni. Þetta efni mun hverfa smám saman af húðinni (við það að húðin sogar það upp) en það getur alltaf verið eitthvað eftir þegar barnið fæðist.
Kveðja úr kjallaranum

laugardagur, febrúar 12

Strax komin febrúar

Það er langt síðan að ég setti einhvað hingað inn en ég ætla að setja bæði viku 19 og 20 sem að ég er á núna og í næstu viku þann 15 feb förum við í sónar og vonandi finn ég einhvern skanna til að setja inn myndirnar í myndagalleríið hjá mér.

Annars er lítið að frétta við gerðum tilboð í íbúð seinasta föstudag en því var hafnað og við vildum ekki hækka okkur , þannig fór það.Annars erum við bara að vinna og vinna og svo kemur mar heim og fer að sofa,borða og spjalla við gelluna á heimilinu.Kallinn er að fara í starfsmannadjamm í kveld og ég verð heima í kæruleysinu og glápi á sjónvarpið eða hangi í tölvunni eftir að gellan sofnar, til allrar lukku þá þarf ég líklega ekki að sækja kallinn í partýið.
Þau gömlu fóru til USA í í byrjun feb og voru nokkra daga til að vera viðstödd skírn.Vika 20

Móðir
Þú getur stundum séð þegar barnið hreyfir sig og munt uppgötva að barnið verður æ virkara.

Naflinn getur annað hvort orðið flatur eða útstæður. En vertu bara róleg. Hann verður eðlilegur aftur eftir fæðinguna.
Heilbrigðisyfirvöld ráðleggja að ófrískar konur bæti 50-70 mg af járni við daglega frá 20. viku. Ef þú tekur bæði kalk- og járntöflur er mikilvægt að taka þær ekki samtímis því þá minnkar upptaka líkamans af bæði járni og kalki. Láttu að minnsta kosti 2 tíma líða milli þess sem þú tekur töflurnar.

Barn
Megnið af vökvanum umhverfis barnið er nú í hámarki og barnið getur hreyft sig í fósturvatninu og farið í kollhnís án erfiðleika.

Barnið þróar með sér hæfileikann til að rétta úr fingrum.

Hárið á höfðinu byrjar að vaxa.

Raddböndin eru fullþroskuð, en barnið getur ekki grátið án súrefnis.
Ef barnið er stúlka byrjar leg hennar að þroskast.
Barnið er mjög virkt og þú getur fundið þegar fætur þess sparka í magann á þér.
Vika 19

Móðir
Þú getur greinilega séð að líkami þinn verður æ kringlóttari og þú ert farin að bæta á þig sérstaklega á þjóhnöppum og lærum.

Barn
Meltingarkerfi barnsins er þroskað en þarf þó fínpússningu fyrir fæðinguna.
Hmm ekki misstum við af miklu í viku 19 jæja núna er ég að fara og sinna heimilisstörfum ok reyna allavega að ryksuga nenni örugglega ekki meiru.