laugardagur, mars 19

mars líður bara ekki

Svakalega finnst mér mars líða hægt væntanlega er það útaf því að ég er byrjuð að bíða eftir að allt gerist. Bumbubúinn komi í heiminn og að við flytjum í íbúðina okkar, sem gerist allt á svipuðum tíma. systir er heima á ísl núna en hef lítið hitt hana hún er svo mikið að vesenast í að vinna og náttururlega hitta sína vini, sé sennilegast meira af henni um páskana. Gellan á heimilinu er farin til Akureyrar með ömmu sinni og afa að hitta frænku sína og litla frænda. ég er byrjuð að pakka niður allskonar stuffi sem að ég mun ekki nota næstu 3 mánuði enda veitir ekki af þar sem að ég veit ekki hvað ég mun geta gert mikið þegar við flytjum. Systir kom með nokkra boli frá danmörk sem ég er voðalega fegin að hafa fengið því að þetta er allt annað að geta verið í almennilegum óléttubolum en ekki að fara í það örþrifaráð að vera í T-skyrtum af kallinum enda er það líka með eindæmum ósmekklegt. Allavega þá er ég komin á viku 25 núna s.s það er eftir 3 1/2 mánuður eftir af meðgöngunni. Ég er komin strax með mikla óléttubumdu og það er gert grín af mér í vinnunni með það að bumban stækki á hverjum degi. Ég er þó feginn með eitt að ég er ekki að þyngjast mjög mikið í bili skulum við bara segja ég held bara áfram að borða hollan mat og sleppa gosi og nammi. UFF svo eru páskarnir að koma ætli mar fái ekki einhvað gúmmilaði þá omg.

Best að setja inn viku 25 í boði barnaland.is


Vika 25

Móðir
Legið er nú á stærð við fótbolta og þú ert orðin meiri um þig.

Eftir því sem barnið stækkar, eykst einnig þörf hjá þér til að pissa.


Stækkandi legið þrýstir á bakið og mjaðmagrindina, sem oft hefur verki í för með sér.
Hlustaðu á líkamann: Hvíldu þig þegar þú þarft!


Barn
Nasir barnsins geta nú opnast og barnið byrjar að æfa öndunarhreyfingar.
Barnið getur heyrt hljóð utan frá eins og tónlist og raddir.
Well bið að heilsa í bili kveðja

laugardagur, mars 5

vinna og fjör

Það er búið að vera mjög gaman hjá mér í vinnunni undanfarið eftir að ég breytti um stafsvettfang og í nýja hópnum af fólki er mikið talað og hlegið og ég hef skemmt mér konunglega sem hæfir alveg hvernig mér líður. En még líður alveg æðislega og nýt mín mjög vel , er orðin afslappaðri og hreinlega bara hamingjusöm bara :o)
Við skötuhjúin erum að fara í dag og versla málningu á afslætti fyrir íbúðina okkar um að gera nýta það. Uff ég verslaði svolítið í gær alveg rosalega sætt en það voru föt á 6 mánaða það var jakki ,buxur og vesti sem eru svona jólafatnaður gaurinn verður rosalegur töffari í þeim.
Kallinn fann bumdubúann hreyfa sig fyrst seinasta laugardag eftir að við komum úr heitapottinum en þá var mjög mikið um hreyfingu og læti . Bumbúinn hreyfir svolítið mikið þegar ég er að vinna sérstaklega eftir hádegi.
Systir kemur eftir 2 vikur ég get varla beðið eftir að hún komi svo var mar að fatta auðvitað getur hun fengið á mig svona óléttu boli,sokkabuxur af því þetta er annað hvort ekki til hérna eða okrað á því. Þannig að vonandi finnur hún svoliss fyrir mig í Danmörk áður en hún kemur heim.
Þann næstkomandi 6.mars hefði Rúnar Búi orðið einsárs og við ætlum að hittast við gröfina hans á morgun.

En hérna kemur vikuskemað áfram í boði barnaland.is


Vika 23

Móðir

Þú hefur nú þyngst um 5-8 kíló á meðgöngunni.

Þér gæti fundist fæturnir bólgnir, sérstaklega ef þú stendur mikið yfir daginn. Reyndu að hvíla þig eins oft og þú getur, sérstaklega með fæturna uppi.

Margar konur kvarta yfir stingandi verkjum niður hliðarnar á maganum. Þetta stafar af legvöðvanum sem er að strekkjast. Verkirnir munu hverfa aftur eftir nokkrar mínútur, ef þú slakar á.


Barn
Barnið gæti byrjað að fylgja ákveðnu svefnmynstri, sem oft er ólíkt þínu. Þegar þú ferð að sofa gæti verið að barnið þitt sé að vakna og byrja að sprikla.


Ég ætla að setja næstu viku inn líka sem er vika24 og spennandi að fylgjast með hvað er að gerast :o)


Vika 24

Móðir

Efsti hluti legsins (fundus) nær nú ofar en naflinn.

Þú gætir fundið fyrir gervihríðum sem dæla blóði til legsins.


Barn

Öll mikilvægustu líffærin eru nú næganlega þroskuð til að barnið geti lifað af í stuttan tíma, ef það myndi fæðast núna. Barnið mun þó varla lifa lengi því lungun eru ekki ennþá fullþroskuð.


Jæja þetta er nóg í bili það er alveg ótrúlegt hvað ég verð þreytt á að sitja í tölvustólnum hérna heima , við þyrftum að fá svona stól eins og ég sit á niður í vinnu. Já eitt annað fór í klippingu seinasta laugardag og við hátðilega athöfn var toppurinn klipptur í burtu og viti menn það var eins og það væri bara þurrkað í burtu nokkur ár af mér.