þriðjudagur, apríl 26

vika 31

Núna er vika 31 og hreinlega ekkert að frétta af okkur en ég set inn vikuna

Vika 31

Móðir

Það er gott fyrir flestar konur að stunda létta hreyfingu á meðgöngunni, eins og að fara í göngutúr, synda eða stunda jóga. Slökun er einnig mikilvæg.

Þú gætir fundið fyrir öndunarerfiðleikum eftir líkamlega áreynslu, svo reyndu að hvíla þig þegar þér finnst þú vera þreytt og máttlaus.


Barn

Barnið framleiðir ennþá fitu undir húðinni.

Það verður minna og minna pláss í leginu.

Lengd

Mælt frá höfðinu að rassi er barnið nú um 28 cm langt. Frá toppi til táar er barnið um 40 cm.

Þyngd
Í viku 31 vegur barnið um 1.600 grömm og á næstu vikum þyngist það um 200 grömm á viku.

miðvikudagur, apríl 20

Þetta styttist

Þá er komið að því það eru 10 vikur eftir ca enda er bumban mín orðin STÓR eiginlega mjög stór það stór að fólk er að spyrja hvort að ekki sé stutt eftir núna eða hvort að ég sé á leiðinni uppá fæðingardeild hreinlega bara.
Það var hreingerningardagur í vinnunni með tilheyrandi kökum og snittum auðvitað fékk ég mér en því miður það mikið að ég get ekki hugsað mér að borða kvöldmat núna.
Pían á heimilinu kom heim á mánudagskveldið sólbrún og sælleg eda mjög ánægt með ferðina, nema hvað að pabbi hennar er að bjóða henni með sér til Danmörk í sumar þá í lok júní byrjun júli og þurfti hún þá að gera upp við sig hvort að hún vilji frekar fara út eða vera heima þegar brói kemur í heimin og við flytjum en endanleg dagsetning á ferðina kemur fljótlega. Okkur langar mikið til að hún sé heima þegar allt er að gerast hrædd um að hún verði fúl seinna meir en jæja maður getur ekki stjórað öllu.
Maður finnur alveg að sumar er að koma allavega er alveg frábært veður núna svona ekta maí veður meira að segja það gott að það sé hægt að vera úti án þess að krókna úr kulda.

Núna set ég inn viku 30 sem að ég er á núna í borði barnalnd.is eins og vanalega


Vika 30

Móðir

Meðgönguhormón hafa nú gert liðböndin mjúk og þú upplifir líklega einhverja bakverki. Reyndu að rétta úr bakinu þegar þú stendur og situr (sjá grein Grindargliðnun)

Barn
Barnið verður nú meira um sig svo húð þess sem áður var krumpuð er nú orðin sléttari.

Bæði fósturfitan (vernix) og ullarhárið (lanugo) fer að hverfa.

Annars er nú lítið annað að gerast þessa daga nema að lítill hvolpur sem heitir Dimma kom á heimilið uppi og er 10 vikna núna og 10 kíló hún er svartur labrador alveg eins og Krummi gamli.

mánudagur, apríl 11

Allt að gerast

Mætti loksins til vinnu í dag frekar slöpp enþá.
Það eru komnar nýjar myndir inn á myndagallerýið hjá mér með þökk frá Múttu og Gumma.
En það eru ansi skemmtilegar bumdumyndir og myndir af mér of.l frá því að ég var lítil t.d. annars erum við komin á viku 29 núna sem að ég ætla að setja inn.Vika 29

Móðir

Nú finnur þú örugglega fyrir þrýstingi á magann.

Þú gætir átt í erfiðleikum með að borða stórar máltíðir því legið stækkar og tekur meira pláss – þar með er minna pláss fyrir magann!
Brjóstsviði er ekki óalgengur á þessum tíma, prófaðu Balancid Novum tuggutöflur.
Barn

Höfuð barnsins fer nú að verða í réttum hlutföllum miðað við restina af líkamanum.

Heilinn stjórnar frumstæðri öndun barnsins.

Undir húðinni verður til fita sem nýtist barninu sem orka og gegnir einangrandi hlutverki.


annars er ekkert meira sem að ég hef að segja í bili

föstudagur, apríl 8

veik heima

Núna er 4 dagurinn sem að ég er veik heima en ég fór veik heim á þriðjudaginn og síðan þá er ég búin að nota hálfa viksdollu og mikið af hálsbjósksykur og vatn í ómældu magni. Það er langt síðan að ég hef fengið svona flensu viðbjóð segi ég nú bara svo er maður eins og slytti eftir svona lagað.
Pían á heimilinu fer á sunnudaginn í sólina og hún er orðin mjög spennt, skiljanlega. Það er búið að pakka öllu niður fyrir ferðina og svo verð ég að druslast í H&M á morgun og versla bikini og kjól fyrir hana, það verður einhvað skrautlegt þar sem að ég var að reyna að laga til á stofuborðinu eftir veikindin og gat það varla sökum slappleika. Núna er bara um að gera hrúga í sig vítamínum og drekka vatn.
Í næstu viku verðum við skötuhjúin búin að vera saman í 5 ár.
Faðir minn var í bænum seinustu helgi þar sem að það þurfti að gera aðgerð á hendinni á honum hann brotnaði svona rosalega að setja þurfti pinna og það sem því fylgir.

Ég fór til okurlæknis núna seinsta þriðjudag í byrjuninni á flensunni minni og ég hélt hreinlega að ég myndi kafna þarna stólnum hjá honum. En sú ferð til tannsa kostaði bara 8.500 þ þetta er allavega ekki gefins það er fyrir víst.
Ég hef nú lítið meira að segja í bili blogga aftur seinna þegar mér líður betur.

laugardagur, apríl 2

Betra seint en ekki ??

Búin að vera alltof löt við að setja hérna inn en bumban er orðin stór núna og 88 dagar eftir.
Ég verslaði mér stofuborð , flott glös og eðal kaffi í dag mikill verslunar dagur sko.Gellan er búin með nammiskammtinn fyrri næsta mánuð í dag. Annars er gellan að fara til portugal núna 10 apríl og verður til 18 apríl svakastuð hjá henni. Annars þurfti ég að ganga í gegnum vegabréfahelvíti hreinlega og sá mesta skiffinskuvandamál sem ég hef á æfinni séð.Það er ótrúlegt hvað hægt er að búa til mikið af flækjustigum á eins litlu máli og þessu.
Systir er farin af landinu og það er ekki mjög langt þangað til hún kemur aftur held ég.
við skötuhjúin verðum búin að vera saman í 5 ár núna 14 apríl og við ætlum út að borða ekkert annað. Svo var ég að fatta að ég er ekkert búin að setja inn vikurnar á meðgöngunni en núna um páskana sást í fyrsta skipti spark frá gaurnum utan á mallakútnum. Það vantar viku 26,27 og næsta vika er 28 vikan.
Man ekki hvort að ég var búin að nefna það en ég er byrjuð að pakka niður dóti til að flýta fyrir þegar við flytjum eftir 3 mánuði en eins og ég segi það er ekkert víst að ég geti verið að vesenast í þessu eftir mánuð eða jafnvel 2 þannig að það er bara gott að byrja á þessu.

Duran Duran eru með tónleika hérna á klakanum akkurat 30 júni alveg er þetta tippikal en allavega kallin verður að fara það er ekki um neitt annað að ræða.

Hérna koma vikunar í boði barnaland.is

Vika 26

Móðir

Efsti hluti legsins (fundus) er nú á milli naflans og brjóstkassans.Ef þér finnst legið skyndilega draga sig saman og slaka síðan á, skaltu ekki vera hrædd. Þetta er alveg eðlilegt og kallast fyrirvaraverkir. Þú finnur yfirleitt ekki mikið fyrir þeim, nema þvagblaðran sé full. Þetta er bara undirbúningur líkamans fyrir fæðinguna.Barn

Barnið á nú góða möguleika á að lifa af utan legsins, ef það myndi fæðast núna. Fleiri og fleiri börn sem fæðast fyrir tímann lifa af vegna aukinnar sérfræðiþekkingar læknanna.


Vika 27
Móðir

Nú þyngist þú reglulega alveg fram að viku 36.
Í lok þessarar viku gætirðu upplifað öndunarerfiðleika þar sem legið liggur nú þétt að rifbeinunum og lungun hafa ekki nógu mikið pláss.


Barn

Nú hefur þú heyrt hjarta barnsins slá í einni af læknaheimsóknunum eða hjá ljósmóðurinni.

Augnlok barnsins geta nú opnast og lokast.


Svo er næsta vika sem er alveg að skella á :o)


Vika 28
Móðir

Í þessari viku getur farið að leka formjólk (colostrum) úr brjóstunum.

Héðan í frá muntu sennilega fara í skoðun hálfsmánaðarlega þar til í viku 36 en þá eru gerðar vikulegar skoðanir fram að fæðingu. Þetta er þó breytilegt eftir löndum og jafnvel sveitarfélögum.
Það er góð hugmynd að byrja á foreldranámskeiði.

Þessi vika er upphaf 3. hluta meðgöngunnar (3. trimester). Nú er eðlilegt að þú finnir fyrir kláða, fáir krampa í fæturna, brjóstsviða, æðahnúta og bjúg.

Hægðatregða er einnig algengt fyrirbæri þegar hér er komið sögu. Hátt trefjamagn í rúgbrauði og ávöxtum getur hjálpað. Ef þér tekst ekki að losa um hægðirnar með trefjaríkri fæðu geturðu keypt hægðalosandi efni, t.d. Sorbitól í næsta apóteki.


Barn

Barnið getur nú heyrt, fundið lykt og bragð.

Miklar breytingar eiga sér nú stað í taugakerfi barnsins og heyrnarskynjun örvast af tónlist, söng og talmáli (sérstaklega rödd móðurinnar).

Barnið er þakið fósturfitu (vernix) sem virkar sem nokkurs konar varnarkrem fyrir húðina.


Þá er það komið í þetta sinn en bið að heilsa öllum sem nenna að lesa bloggið og fylgjast með því þó svo að oft sé akkurat ekkert að gerast.