sunnudagur, maí 15

Hvítasunnan

Núna er ég á viku 33 og það eru 7 vikur eftir og ég er hætt að vinna í bili sökum verkja í mjöðminni og kviðnum. þannig að ég geng hér um gólf heima og reyna að finna uppá einhverju við að dunda mér við. Þar sem að ég get ekki hangið í tölvunni nema kanski í svona 15-20 mín í mesta lagi.
Annars vorum við að mæla ummál bumbunar í gær og hún var 119 cm þegar ég stend.
Pían á heimilinu er að byrja í prófum og þeim verður lokið 1 júní. Sem er akkurat dagurinn sem að ég er að fara til píningarlæknis aka tannsi og mér hlakkar sko ekkert til.
Seinasta vika sem að ég setti vinn var vika 31 þannig að ég set inn viku 32 og 33 og svo strax í byrjun næstu viku þá erum við komin á viku 34.
Annars var öll lesningin tekin af doktor.is s.s allar vikurnar og ferlið sem að við göngum í gegnum á meðgöngunni.

Annars er það annað að frétta að ég er næstum búin að pakka niður búslóðinni neee segi svona var að klára að setja niður bækunar á bara nokkrar eftir af þeim. Næsta verkefni verður að fara vel í gegnum eldhússkápana og sjá hvað maður getur pakkað niður strax. En ég er mjög lengi að þessu þar sem að ég verð að passa uppá að ofgera mér ekki og eins hlusta á líkamann um leið og verkirnir byrja að koma.


Vika 32

Móðir

Núna hefur þú sennilega bætt á þig 9 til 12,5 kg.

Drekktu mikið vatn til að hindra hægðatregðu.

Borðaðu margar litlar máltíðir til að forðast brjóstsviða.


Barn

Öll 5 skynfæri barnsins eru farin að starfa.

Barnið framleiðir ennþá fitufrumur en ennþá er fitan ekki nægjanleg til að geta haldið hita á barninu.


Þó svo að barnið sé að þyngjast eru líkaminn og útlimirnir ennþá grannir og veikburða.

Ef barnið myndi fæðast núna gæti verið nauðsynlegt að hafa það í hitakassa. En vertu alveg róleg: Langflest börn sem fæðast í viku 32 lifa af með smá hjálp.


Lengd

Nú er barnið um 29 cm langt og það stækkar um 1 cm á viku. Frá toppi til táar er barnið um 42 cm.

Þyngd
Barnið vegur um 1,8 kg.
Vika 33

Móðir

Maginn er nú orðinn mjög þungur.

Blóðmagnið hefur aukist mikið til að uppfylla blóðþörf legsins, fylgjunnar og barnsins.

Barnið hefur nú minna pláss til að hreyfa sig því það er búið að stækka. Þrátt fyrir þetta er það jafn virkt og áður, þó svo að þú finnir ekki eins mikið fyrir því.


Barn

Fótur, hönd eða olnbogi barnsins getur stundum myndað kúlu á maganum á þér.

Ef barnið er með hiksta (sem er alveg eðlilegt) er hægt að greina það sem reglulegar, taktfastar hreyfingar.

Lengd

Í viku 33 er barnið um 30 cm á lengd og mælist 43 cm frá toppi til táar.

Þyngd

Í þessari viku er þyngd barnsins um 2 kg og á næstu vikum þyngist það um 250-275 grömm á viku.Systir á afmæli núna á þriðjudaginn og verður 25 bara stórafmæli og hún ekki á landinu, en ég vonast til að hún skemmti sér vel á afmælisdaginn.

Bless í bili

laugardagur, maí 7

frídagur

Mar er búin að pakka næstum niður öllum bókunum sínum en ég er bara svo lengi þar sem að þessir verkir eru stöðugt að ágerast þannig að ég get gert lítið í einu.
Núna fara prófin að byrja hjá píunni á heimilinu og það verður heilmikill hasar get ég sagt ykkur að fá hana til að læra og gera það almennilega.
Uff ég gæti verið laus við spangirnar mínar núna ef að ég gæti farið í aðgerðina sem að ég fer ekki í núna af því að það gæti skaðað bumbubúann okkar , það eru nefnilega svo mikið að lyfjum sem fylgja með þessari aðgerð ég bíð bara í nokkra mánuði í viðbót þangað til að ég fæ þessar flottu 2 tennur sem að ég er búin að vera að bíða eftir.
Annars er orðið erfitt að vinna ég get setið í smá stund svo fær ég verki þá fer ég að rölta"staulast" þangað til að verkirnir verða aðeins minni, en þeir hverfa ekkert fyrr en ca 2 tímum eftir að ég er komin heim og búin að hvíla mig. Frekar þreytandi , ég er alveg hætt að þrífa og elda það er svo sem alveg ágætt að losna við það.
Það eru 8 vikur eftir þannig að þetta styttist alveg en mætti gerast hraðar. Jæja annars hef ég lítið meira að segja frá núna

sunnudagur, maí 1

Vika 1 : 23. September 2004 til 29. September 2004
 • Síðustu blæðingar.
Vika 2 : 30. September 2004 til 6. October 2004
 • Eggið þroskast í eggjastokkunum og var tilbúið til losunar í vikulokin.
Vika 3 : 7. October 2004 til 13. October 2004
 • Egglos varð um það bil 14 dögum eftir fyrsta dag síðustu blæðinga.
 • Frjóvgun hefur átt sér stað á sama tíma.
 • Tveimur tímum eftir samfarir voru sáðfrumurnar komnar 17-18 sm í átt að egginu. 30 klukkutímum eftir samfarir byrjaði fyrsta frumuskipting. 5-6 dögum eftir samfarir:
 • Frjóvgað eggið sest um kyrrt í leginu og byrjar að ná föstu sambandi við það.
Vika 4 : 14. October 2004 til 20. October 2004
 • Legvatn byrjar að myndast.
 • Eggið um það bil 0,2 mm að þvermáli - á stærð við punkt.
 • Eggið er nú inngróið í slímhimnu legsins sem umlykur nú eggið, eggblómapokann og líknarbelginn að fullu.
 • Fibrintappi (fibrin = fíngerðir þræðir úr eggjahvítuefnum) lokar opinu út í holrúm legsins.
 • Legkaka myndast.
 • Fóstrið byrjar að fá súrefni og næringu gegnum legkökuna.
Vika 5 : 21. October 2004 til 27. October 2004
 • Stærð fóstursins er nú u.þ.b. 2 mm.
 • Mænan, sem fram að þessum tíma hefur verið alveg opin er nú í þann veginn að lokast.
 • Fyrstu blóðfrumurnar og blóðæðar myndast.
 • Pípulaga hjarta er orðið til og fer bráðlega að slá.
 • Vísir myndast að útlimum (höndum og fótum).
Vika 6 : 28. October 2004 til 3. November 2004
 • Stærð fóstursins er nú 3-5 mm.
 • Nú hefst myndun á líffærum fóstursins fyrir alvöru.
 • Neðri kjálki og raddbönd byrja að fá form.
 • Munnop myndast.
 • Innra eyra myndast.
 • Hjartað slær en aðeins með einu hólfi, skilveggur myndast í hjartanu.
 • Þarmakerfið er í þróun með þarmi, miðþarmi og endaþarmi.
 • Naflastrengurinn myndast.
 • Eftirtalin líffæri myndast nú: lungu, lifur, briskirtill og skjaldkirtill.
Vika 7 : 4. November 2004 til 10. November 2004
 • Fóstrið er nú 5-8 mm.
 • Úlnliðir og fingur myndast.
 • Hægt er að greina hendur og fætur sem litla vængi.
 • Andlitið byrjar að þróast í maga.
 • Augun sjást nú sem holur á sitt hvorri hlið höfuðsins.
Vika 8 : 11. November 2004 til 17. November 2004
 • Fóstrið er nú 10-14 mm.
 • Fingur og tær sjást nú greinilega.
 • Efri vör myndast ásamt nefbroddi.
 • Augnalok verða sýnileg.
 • Bygging hjartans er fullþróuð.

Vika 9 : 18. November 2004 til 24. November 2004
 • Fóstrið er nú 17-22 mm í sethæð (frá rófubeini til hvirfils).
 • Það hefur 2ja mm langa fætur.
 • Hálsinn tekur á sig lögun (form).
 • Vöðvar líkamans eru í þann veginn að fá form.
 • Kjalkarnir fullþróaðir.
 • Munnhol og nef sameinast (mynda heild).
 • Eyru og nef verða sjáanleg.
Vika 10 : 25. November 2004 til 1. December 2004
 • Fóstrið er u.þ.b. 28-30 mm. Fingurnir skiljast alveg hver frá öðrum, sömuleiðis tærnar.
 • Bragðlaukarnir byrja að myndast.
 • Nú sést móta fyrir byrjun allra 20 barnatannanna.
 • Hjá karlkynsfóstrinu framleiða eistun "testósterón"
Vika 11 : 2. December 2004 til 8. December 2004
 • Fóstrið er 4,5 sm.
 • Höfuðið er nú meira hnöttótt.
 • Augnlokin eru orðin auðséð.
 • Nú eru mikilvæg líffæri barnsins orðin til í aðalatriðum og þurfa nú aðeins að stækka.
Vika 12 : 9. December 2004 til 15. December 2004
 • Fóstrið er nú u.þ.b. 6 sm og vegur um 28 gr.
 • Fæturnir eru tæplega 1 sm að lengd.
 • Barnið byrjar að hreyfa sig ósjálfrátt.
 • Andlitið hefur fengið greinilega mennskan svip.
 • Briskirtillinn starfar og framleiðir insúlín.

Vika 13 : 16. December 2004 til 22. December 2004
 • Fóstrið er nú um það bil 8 sm þyngd u.þ.b. 37 gr.
 • Beinvefur myndast og rifbein sjást.
 • Nef og haka eru greinileg.
 • Hægt er að byrja skráningu (mælingu) hreyfinga.
 • Barnið byrjar smám saman að sjúga þumalfingur.
 • Barnið getur opnað og lokað munninum.
 • Ytri kynfæri þroskast, svo auðvelt er að greina milli sveina og meyja.
Vika 14 : 23. December 2004 til 29. December 2004
 • Barnið mælist 9 sm og u.þ.b. 45 gr
 • Augun færast smám saman framan á andlitið.
 • Kinnarnar verða sjáanlegar.
 • Nefið verður skarpara (greinlegra)
 • Fyrstu hár koma í ljós.
 • Eyrun eru rétt staðsett og hafa fengið endanlegt form.
 • Nýrun framleiða þvag.
 • Hjá stúlkubörnum færast eggjastokkarnir niður í mjaðmargrindarholið.
Vika 15 : 30. December 2004 til 5. January 2005
 • Barnið þitt er nú yfir 10 sm að lengd og u.þ.b. 60 gr.
 • Handleggir geta hreyfst og hnefar kreppast.
Vika 16 : 6. January 2005 til 12. January 2005
 • Barnið mælist nú 11,6 sm og vegur tæplega 110 gr.
 • Neglur komnar á fingur.
 • Barnið getur hrukkað ennið, snúið augunum og kyngt (rennt niður).

Vika 17 : 13. January 2005 til 19. January 2005
 • Barnið hefur náð 12 sm sethæð (frá rófubeini til hvirfils).
 • Það vegur um 115 grömm.
 • Höfuðið er u.þ.b. 4 sm að þvermáli, en fæturnir um 2 sm langir. Það myndast fitulag á yfirborði fóstursins.
 • Fitulagið hefur hitajafnandi áhrif.
Vika 18 : 20. January 2005 til 26. January 2005
 • Hið ófædda barn er 14 sm að hæð (sethæð) en næstum 30 sm í fullri hæð frá hvirfli til ilja, ef það gæti teygt úr sér.
 • Nethimnan í auganu er nú orðin ljósnæm.
 • Fyrstu hægðir (meconium) safnast fyrir í þörmum.
Vika 19 : 27. January 2005 til 2. February 2005
 • Mál kringum 15 sm og þyngd tæplega 250 gr.
 • Húðin myndar verndandi vaxlag (vernix).
Vika 20 : 3. February 2005 til 9. February 2005
 • Barnið mælist nú 16 sm og vegur yfir 300 gr.
 • Sumar konur, sérstaklega þær sem hafa áður gengið með börn finna fyrir hreyfingum fóstursins.
 • Táneglur myndast.
 • Hárvöxtur annarsstaðar á líkamanum byrjar.
 • Húðin þykknar.
 • Hjartsláttur heyrist í hlustunarpípu (stethoscope).

Vika 21 : 10. February 2005 til 16. February 2005
 • 17 sm langt í sethæð og um 380 gr. Þungt.
 • Nú vex barnið ört.
 • Mögulegt er að ákveða fæðingardag með einnar viku skekkjumörkum til hvorrar áttar, þetta er byggt á höfuðstærðinni, sem er u.þ.b. 5 sm að þvermáli.
 • Hjá stúlkubörnum myndast leggöngin og eggjastokkarnir innihalda þegar yfir sex milljónir eggja, en áður en stúlkan verður frjó verður fjöldi þeirra kominn niður í 3-400 egg.
 • Hjá drengjum er pungurinn ennþá tómur.
Vika 22 : 17. February 2005 til 23. February 2005
 • Barnið bregst við hljóðum og regla kemst á svefn og vöku.
 • Barnið getur vaknað við hreyfingar móðurinnar.
 • Barnið er nú 18 sm og vegur yfir 450 gr.
 • Það þyngist nú meira en 70 gr á viku.
Vika 23 : 24. February 2005 til 2. March 2005
 • Barnið getur sogið.
 • Það mælist yfir 20 sm og vegur upp að 550 gr.
 • Augnabrúnir verða sjáanlegar.
Vika 24 : 3. March 2005 til 9. March 2005
 • Barnið þyngist nú um meira er 85 gr á viku, og vegur nú um 650 gr, mælist 21 sm í sethæð.
 • Augnabrúnir sjást greinilega.

Vika 25 : 10. March 2005 til 16. March 2005
 • Hið ófædda barn mælist um 22 sm og vegur 750 gr.
 • Kynfærin þróast til fullnustu.
 • Leggöng stúlkna eru fullsköpuð.
Vika 26 : 17. March 2005 til 23. March 2005
 • Barnið er 23 sentimetra langt í sethæð og vegur yfir 850 gr.
 • Fæturnir mælast 5 sm.
 • Barnið getur nú opnað og lokað augunum.
Vika 27 : 24. March 2005 til 30. March 2005
 • Hið ófædda barn mælist nú 24 sm og vegur yfir 1 kg.
 • Höfuðið orðið 7 sm í þvermál.
Vika 28 : 31. March 2005 til 6. April 2005
 • Barnið hefur nú náð um það bil þriðja hluta af væntanlegri fæðingarþyngd.
 • Það vegur u.þ.b. 1150 gr og mælist 25 sm í sethæð.
 • Fætur mælast nú næstum 5,5 sm.
 • Hárin á höfðinu eru orðin hlutfallslega löng.
 • Barnatennurnar undir gómnum eru myndaðar.

Vika 29 : 7. April 2005 til 13. April 2005
 • Barnið mælist nú um 26 sm, sethæð og vegur 1,3 kíló.
Vika 30 : 14. April 2005 til 20. April 2005
 • Barnið getur nú bæði fundið bragð og skynjað sársauka.
 • Það er 27 sm og vegur 1,5 kg.
 • Höfuðið er næstum 8 sm að þvermáli.
 • Fæturnir næstum 6 sm langir.
 • Hrukkótt húðin sléttast mikið.
 • Hjá drengjum eru eistun nú komin niður í nára.
 • Barnið stjórnar nú sjálft líkamshita sínum.
Vika 31 : 21. April 2005 til 27. April 2005
 • Augun eru nú alveg opin og barnið greinir ljós og myrkur.
 • Barnið vegur 1,7 kg og mælist 28 sm frá rófubeini að hvirfli í setstöðu.
Vika 32 : 28. April 2005 til 4. May 2005
 • Barnið vegur 1,9 kg og er orðið yfir 30 sm.
 • Þvermál höfuðsins er 8,2 sm.
 • Fitulagið undir húðinni þykknar.
 • Táneglur vaxa.
 • Hjá drengjum koma eistun niður í punginn, frá náranum.

Vika 33 : 5. May 2005 til 11. May 2005
 • Barnið vegur nú næstum 2,2 kg.
 • Þvermál höfuðsins er um 8,5 sm.
 • Sethæðin, frá rófubeini til hvirfils er 30,5 sm.
Vika 34 : 12. May 2005 til 18. May 2005
 • Samkvæmt fræðunum er barnið oftast lífvænlegt, þó það fæðist fyrir tímann, ef það hefur náð framangreindri þyngd.
 • Börn sem fæðast fyrr en hér er um að ræða hafa þó góða möguleika á að lifa vegna nútíma tækni við umönnun fyrirbura.
 • Neglur á fingrum eru nú fullvaxnar.
Vika 35 : 19. May 2005 til 25. May 2005
 • Barnið vegur nú 2,7 kg og mælist 32 sm.
Vika 36 : 26. May 2005 til 1. June 2005
 • Barnið er nú 33 sm og vegur yfir 3 kg.
 • Líkami barnsins byrjar nú að verða bústinn (þybbinn).
 • Móðirin getur nú byrjað að finna fyrir samdrætti í leginu, svokölluðum fyrirboðahríðir (fyrirboðasamdrætti), sem nota má til að æfa öndunartækni.
Vika 37 : 2. June 2005 til 8. June 2005
 • Barnið mælist nú í flestum tilfellum 34 sm í sethæð og vegur allt að 3,2 kg.
 • Höfuðið er orðið yfir 9 sm að þvermáli.
 • Komið getur fyrir að líknarbelgurinn rifni og fósturvatnið flæði.
 • Ef þetta gerist ætti móðirin að leita til læknis.
Vika 38 : 9. June 2005 til 15. June 2005
 • Líkamsfitan heldur áfram að þróast.
 • Sethæðin er nú um 35 sm og þyngdin í flestum tilfellum yfir 3,3 kg.
 • Hin dúnkenndu hár, sem hafa þakið líkama barnsins mikinn hluta meðgöngutímans hverfa nú.
 • Hrukkur húðarinnar eru nú horfnar.
 • Barnið byrjar nú að koma sér fyrir í fæðingarstellingar.
 • Flest börn eru með höfuðið niður. Um það bil 3-4 % fæðast þó í setstellingu með rófubeinið/fæturna á undan.
 • Aðeins fæðast að meðaltali 1 af hverjum 7 börnum neð keisaraskurði.
Vika 39 : 16. June 2005 til 22. June 2005
 • Barnið mælist nú um 36 sm (sethæð) og vegur 3,4 kg.
 • Höfuðið er u.þ.b. 9,5 sm að þvermáli.
Vika 40 : 23. June 2005 til 29. June 2005
 • Nú er tími fæðingarinnar kominn.
 • Aðeins 10 af hverju hundraði ganga með allt að í 42 vikur.
 • Barnið er nú tilbúið til fæðingar og mælist um 37 sm (í sethæð) og vegur oftast um og yfir 3,5 kílógrömm.
 • Höfuðið er að þvermáli um 9,5 sm.
 • Naflastrengurinn er 50 sm langur.
 • Búast má við að fæðingarhríðir hefjist.
 • Til hamingju.

Doktor.is |Siðareglur |Ritstjóri |Auglýsingar |Veftré
Copyright © 1999 - 2004 Doktor.is
All rights reserved


Svona er nú allt ferlið skv doktor.is þetta er mjög athyglisvert og gaman að spá í