mánudagur, júní 27

Bumbubúi kominn

Litli guttinn kom svo um helgina eins og ég var að vonast til :o) hann kom í heiminn núna á sunnudaginn 26.06.05 kl 18:35 og var 3,875 gr og 53 cm eða 15 merkur og voða fínn. En hann er búin að sofa eiginlega síðan hann kom í heiminn. við vorum svo komin heim kl 11 morguninn eftir og búin að eiga góðan dag heima ljósmóðirinn búin að koma í heimsókn og flest allir í fjölskyldunni en stóra systir er fyrir vestan og er mjög spennt að sjá litla bróðir sinn.
En það eru myndir af guttanum á myndagallerýinu.

Þetta gekk allt saman hratt og vel fyrir sig vatnið fór kl 12:30 og verkirnir voru stöðugir á 4 mín fresti þangað til allt í einu um 16:30 var mjög stutt á milli og harðir verkir og svo kl 18:35 var hann kominn í heiminn :o)
Ég lét víst allan minn pirring bitna á ljósmóðirinni en ekki kallinum ja ég myndi segja að hann hafi sloppið frekar vel.

Bið að heilsa í bili

miðvikudagur, júní 22

7 dagar eftir eða hvað

Þá erum við komin á viku 39 og skv öllu er vika eftir uff ég vona nú samt að guttinn áhveði að koma um helgina þar sem bumban er orðin mjög þung að bera. Pían á heimilinu er að fara vestur á Ísafjörð og heimsækja ættingja kemur aftur á miðvikudaginn það er spurning hvað gerist á þeim tíma en nátturulega vonar hún að brói komi ekki í heiminn á meðan hún fer í burtu í smá tíma.
Svo styttist rosalega í að við förum að flytja, það er bara allt að gerast sem að við erum búin að vera bíða eftir.
Annars er mákona mín að fara í sólina með familien núna 30 júní og vonar hún að púkinn komi áður en þau fara, en þau verða í 2 vikur. Annars eru allir að bíða spenntir eftir nýja fjölskyldumeðlimnum.

Vika 39

Móðir

Þú finnur líklega undarlega tilfinningu í móðurlífinu sem orsakast af höfði barnsins sem þrýstir á grindarbotnsvöðvana.


Barn

Barnið er nú tilbúið til að lifa utan legsins.

Lengd

Barnið er um 36 cm frá höfði að rassi og um 48 cm frá toppi til táar.

Þyngd

Barnið vegur nú um 3250 grömm.


Vika 40


Móðir

Nú ert þú tilbúin til að fæða. Það líður ekki á löngu þar til þú getur haldið á barninu í fanginu. Gangi þér vel!


Barn

Hinn langi biðtími er nánast liðinn!

Ullarhárið er horfið (eða nánast horfið) af líkama barnsins en það getur ennþá verið eitthvað eftir á öxlum, handleggjum og fótum.


Allur líkaminn nema augu og munnur, er þakinn fósturfitu. Það er extra þykkt lag á olnbogum, hálsi, í handarkrika og hnésbótum.

Augnhvítan (sclera) er nánast alveg hvít og lithimnan (iris) er blá. Börn fæðast yfirleitt alltaf með blá augu en liturinn getur breyst nokkrum mínútum eftir fæðinguna en stundum getur það takið allt að 6 mánuði fyrir augun að fá sinn endanlega lit.

Lengd

Barnið er nú um 37-38 cm frá höfði að rassi en 48 cm frá höfði að tám.

Þyngd

Við fæðingu vega börn að meðaltali um 3400 gr.

Ég setti inn bæði vikuna sem að ég er á núna og næstu viku annars er núna bara að bíða.Bið að heilsa öllum í bili.

föstudagur, júní 17

Tinnu síða

Þá er pían á heimilinu komin með bloggsíðu og var að byrja að skrifa inná hana og finnst þetta bara vera spennandi enda mikið búið að biðja um þetta.
Annars fór hún með ömmu sinni og afa í bæinn enda get ég ekkert farið með henni þetta árið en ég var búin að versla fyrir hana candyfloss uffff sykurleðjan.
Samt er ég að fara í grillteiti í kvöld og hlakkar til en efast um að ég stoppi einhvað lengi.

Kveðja í bili

miðvikudagur, júní 15

Núna fer þetta að gerast

Jæja ég er komin á viku 38 og fór niður á spítala aðfaranótt mánudags með fyrirvaraverki en það liðu 5 mín á milli samdráttaverkja og ég gerði mér ekki grein fyrir hvort að það væri komið að þessu eða að bumban væri bara að undirbúa sig.
Annars reikna ég nú með því að guttinn komi núna um helgina eða strax í byrjun næstu viku ja ég er allavega búin að setja niður í tösku núna þannig að við erum tilbúin ef einhvað gerist.
Við erum að fara í kvöld og mæla gluggana í nýju íbúðinni svo að mar geti nú verið búinn að versla gluggatjöldin eða þau sem að við ætlum að hafa. Annars er alltaf gott að geta eytt seðlum sko.
Pían á heimilinu kemur með í næstu mæðraskoðun og hún er mjög spennt fyrir því annars er hún í golfnámskeiði núna alla virka daga og finnst það mjög gaman.
Ég er alveg að flippa núna í sykurþörfinni sem er alveg hræðilegt þar sem að ég hef enga stjórn á mér til allrar lukkur er ég nú búin að versla mér kort í ræktinni og verð að hrista á mér spikið fljótlega. Litla systir kom frá Danmörk í seinustu viku og er farin aftur en kemur núna í dag aftur til baka.


Vika 38

Móðir

Í heildina hefur þú þyngst um 12-15 kg, en það er þó mismunandi frá einni konu til annarrar.

Þér finnst þú kannski þreytt eftir alla meðgönguna.

Þú hefur þörf fyrir að tæma þvagblöðruna mjög oft og það er líklega bjúgur á fótunum á kvöldin. Mundu að hafa hátt undir fótunum á meðan þú situr og hvílir þig.


Barn

Í þessari viku eru tá- og fingurneglur barnsins orðnar furðu langar.

Barnið þyngist um 25 grömm á dag.

Lengd

Lengd barnsins er um 35-36 cm frá höfði að rassi og 47 cm ef mælt er frá höfði að tám.


Þyngd

Barnið ætti að vega um 3100 grömm núna.


Þá er það nú búið í bili sem að ég hef að segja annars er mar bara heima alla daga og saknar nú svolítið vinnunar aðallega útaf félagsskapnum og vinnustaðahúmornum.

mánudagur, júní 6

Langt síðan

Jæja núna er mjög langt síðan að ég setti einhvað hingað inn en ég er komin á viku 37 og þetta fer allt að gerast fljótlega. Núna þarf maður að fara að sækja barnadótið sem að mar fær lánað og koma öllu fyrir þangað til við flytjum. Annars er ég búin að vera mjög dugleg við að fara í sund eða réttara sagt heita pottinn og láta sér líða vel.

Hérna koma svo allar vikurnar sem að ég átti eftir að setja inn , byrja á vikunni sem að ég er á núna .


Vika 37


Móðir

Nú þyngist þú ekki eins hratt og þú hefur gert hingað til.

Þér mun líða betur þegar barnið flytur höfuðið niður í mjaðmagrindina því það léttir þrýstingnum af lungunum og maganum.


Barn

Barnið gerir stundum öndunaræfingar þó svo að það sé ekkert loft í lungum þess. Þetta getur valdið því að fósturvatn fer niður í lungnablöðrur barnsins sem getur leitt til hiksta. Hikstann getur þú fundið eins og lítil regluleg spörk.


Lengd

Barnið er nú um 35 cm frá höfði að rassi og um 47 cm frá toppi til táar.

Þyngd

Í viku 37 vegur barnið næstum 3 kg.


Vika 36

Móðir

Héðan í frá ferðu væntanlega vikulega í skoðun þar til barnið fæðist. Þetta getur þó verið misjafnt eftir því hvar þú býrð.

Þú ferð væntanlega að hafa svolitlar áhyggjur af sjálfri fæðingunni. Gott ráð er að ræða við ljósmóðurina eða lækninn ef þú hefur miklar áhyggjur.


Barn

Barnið er næstum fullþroskað en með hverjum deginum sem líður verður barnið betur undir það búið að lifa utan legsins.

Í þessari viku er algengt að barnið skorði höfuðið niðri í mjaðmagrindinni en ef það gerist ekki strax er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Mörg börn skorða sig ekki fyrr en í viku 40 eða jafnvel rétt fyrir sjálfa fæðinguna.


Lengd

Frá höfði að rassi mælist barnið um 34 cm og frá toppi til táar er það um 46 cm langt.

Þyngd

Barnið vegur um 2750 grömm.


Vika 35


Móðir

Nú hefur þú gert upp við þig hvort þú munt fæða heima eða á spítala.

Skipuleggðu fæðinguna eins vel og þú getur, þannig minnkar þú stressið í síðasta fasanum.

Það er góð hugmynd fyrir þig og maka þinn að ganga um fæðingarganginn og fá að skoða fæðingarstofuna svo þið þekkið umhverfið þar sem barnið mun fæðast.


Barn

Lungu barnsins eru nánast fullþroskuð.


Lengd

Í viku 35 er barnið um 33 cm og 45 cm ef mælt er frá höfði að tám.

Þyngd
Barnið vegur nú 2550 grömm.


Vika 34

Móðir
Þú gætir haft svefntruflanir vegna eftirvæntingar, áhyggja, stress, fósturhreyfinga eða vöðvakrampa.

Barn
Barnið liggur nú að öllum líkindum með höfuðið niður, tilbúið í fæðinguna. Ef barnið er sitjandi getur það ennþá náð að snúa sér sjálft við. Annars mun það fæðast sitjandi (sitjandafæðing).

Barnið gæti þrýst með höfðinu á þvagblöðruna og það getur verið óþægilegt.

Lengd

Barnið er nú um 32 cm frá höfði til rass og um 44 cm frá toppi til táar.

Þyngd
Barnið vegur nú um 2.250 grömm.


Vika 33


Móðir

Maginn er nú orðinn mjög þungur.

Blóðmagnið hefur aukist mikið til að uppfylla blóðþörf legsins, fylgjunnar og barnsins.

Barnið hefur nú minna pláss til að hreyfa sig því það er búið að stækka. Þrátt fyrir þetta er það jafn virkt og áður, þó svo að þú finnir ekki eins mikið fyrir því.

Barn

Fótur, hönd eða olnbogi barnsins getur stundum myndað kúlu á maganum á þér.
Ef barnið er með hiksta (sem er alveg eðlilegt) er hægt að greina það sem reglulegar, taktfastar hreyfingar.

Lengd
Í viku 33 er barnið um 30 cm á lengd og mælist 43 cm frá toppi til táar.

Þyngd

Í þessari viku er þyngd barnsins um 2 kg og á næstu vikum þyngist það um 250-275 grömm á viku


Þá eru þær allar komar inn frá því að skrifaði seinast . Annars er ekkert merkilegt að gerast hjá okkur núna bara allt í rólegheitum.Pían er búin í prófum sem er mjög gott þá er bara að bíða eftir einkunnunum . Bíddu við ekkert merkilegt segi ég jú jú það er eitt heimilishundurinn sem var orðinn 13 ára gamall fékk að fara og hitta skaparann sinn núna seinasta föstudag, það var mjög friðsælt og það vara bara eins og hann sofnaði ég á eftir að sakna hans mjög mikið en hann var orðin mjög slappur. Ég er t.d alltaf að bíða eftir því að hann komi og banki á hurðina eins og hann gerði alltaf til að koma í heimsókn, núna þurfum við að taka upp allan mat sem dettur niður og ég komst að því að ég hafði alltaf gefið honum 1/3 af frönskuskammtinum mínum þegar ég verslaði svoleiðis.
Allavega bið að heilsa í bili