föstudagur, júlí 22

Flutt

Þá erum við fjölskyldan flutt í nýju íbúðina okkar en erum enþá að koma okkur fyrir, hvern hefði grunað að ég ætti svona mikið af skrauti. Okkur líður mjög vel á nýja staðnum og núna í þessari viku er búið að vera yndislegt veður og við eiginlega bara búin að vera úti á svölum að njóta útsýnisins og vera í sólbaði kvöldin eru svo nýtt til að ganga frá á milli matartíma hjá litla stúf. Ég er búin að misnota baðið nú þegar og veit ekkert þægilegra en að fara í heitt bað og láta þreytuna líða úr mér. Það er búið að vera mikið af heimsóknum til okkar sem er mjög skemmtilegt, við erum eiginlega búin að fá heimsókn uppá hvern dag síðan við fluttum. Við höfum bara ekki fengið svona mikið af heimsóknum í 5 ár eða síðan við fluttum uppí Mosó.
Annars er allt gott að frétta af fjölskyldunni og litli stúfur dafnar vel, sefur reyndar enþá mikið en það er smá saman að minnka og er meira vakandi á hverjum degi og svo sér maður viku mun á honum. Hann stækkar og stækkar hann er núna orðin 5,5 kíló búin að þyngjast um 1,7 kíló síðan hann fæddist eða á 3 vikum og 4 dögum.
Við erum að fara í lítið ferðalag núna um helgina eða á sunnudaginn og komum aftur í bæinn á þriðjudaginn.
Gellan á heimilinu er í heimsókn hjá ömmu sinni og búin að vera síðan á mánudaginn og okkur finnst langt síðan hún var heima en henni finnst gaman og hún kemur heim næsta þriðjudag eða þegar við komum heim.
Meira í fréttum já já mamma og Gummi ætla að gita sig um verslunamannahelgina, sem er mjög gleðilegt enda er alveg ljóst að þau elska hvort annað og ætla að eyða ævinni saman :o)
En okkur finnst miður að geta ekki verið viðstödd giftinguna þar sem að athöfnin fer fram fyrir vestan sem er alltof langt ferðalag fyrir lítinn stúf eða það tekur 7 tíma að keyra.
Annars er búið að áhveða skírnardag á litla stúf en hann verður 13 ágúst þá fær stúfur nafnið sitt.

Annars er ekkert meira í bili.