mánudagur, ágúst 22

Ný síða

Núna er Pétur Starkaður komin með sér síðu á barnanet.is og beinn linkur er hér vinstra megin á síðunni
Annars er það að frétta af okkur að við fórum í Ölfusborgir í gær að hitta pabba minn og famili.
Arsenal tapaði í gær með tilheyrandi öskrum á dómarann og hitt liðið frá kallinum sem er mér alveg óskiljanlegt þar sem að dómarinn heyrir ekki fúkkyrðin sem verið er að öskra á hann í gegnum sjónvarpið, svo er ég líka viss um að allt fólkið í blokkinni hefur haldið að kallinn væri að rífast við mig eða öllu heldur að öskrunum væri beint að mér. Til að gera daginn svartari fyrir kallinn þá keyrði ferrari kallinn hans útaf ( var keyrður útaf að kallsins sögn ) , en Kimi minn klári fyrstur :o)

Systir mín er farin aftur í skólann en því miður þá hitti ég hana lítið í þetta skiptið ég sé hana kanski meira um jólin eða þegar skólinn er búinn.

Well bið að heilsa í bili

mánudagur, ágúst 15

Pétur Starkaður

Þá erum við búin að skíra og litli stúfur fékk þetta fallega nafn Pétur Starkaður og hann var skírður í heimaskírn sem var virkilega notalegt. Hann er orðin svo stór að systir hans átti í erfiðleikum að halda á honum rétt á meðan verið var að skíra hann en það var samtals í ca 2 - 3 mín eða eins og presturinn sagði að þá væri það karlmannsverk að halda á þessum dreng.
en myndir af skírninni munu koma inn um leið og þær berast þar sem að við vorum ekki í því að taka myndir heldur ömmur , afar og fleyri.
Annars er lítið annað að frétta af okkur nema að pían á heimilinu er að fara byrja í skólanum eftir sumarfríið.