laugardagur, september 24

Að verða fertug

Uff þá er komið að því ég er komin á fertugsaldurinn þar sem að ég á afmæli í dag og verð 31 árs þá er maður farinn að nálgast stóra 40. Ekki að maður sé einhvað stressaður yfir því.
Það er nú lítið að frétta þó svo að það sé langt síðan ég skrifaði á bloggið við erum bara heima og dúlla okkur og lífið snýst um að gefa að borða, tala við Pétur, skipta á bleium og spjalla við Tinnu þegar hún kemur heim úr skólanum. Ekki það að ég sé að sakna þess að mæta í vinnuna en ég er farin að baka óhugnarlega mikið. Já það er kanski eitt ég er loksins byrjuð í ræktinni og það gengur bara vel með tilheyrandi harðsperrum, svo er maður að spá hvað maður eigi að gera að loknu fæðingarorlofi mig langar að fara aftur í nám en þá er það spurning um peninga.

Já ég er búin að baka fullt ef að ske kynni að það kæmi fólk í heimsókn á afmælisdaginn minn.
Litla systir flytur heim um áramótin þá er spurning hvort að maður ætti ekki bara að skella sér í nám út til danmörk fyrst hún er að koma heim Nei segi svona .En ég sakna hennar bara mikið það eru laugardagarnir sem við blómstruðum alveg VERSL :o) fara laugarvegin eða í Kringluna eða bara einhvað skemmtilegt svona konustuff. En það er svosum í lagi núna sérstaklega þar sem að ég er á fæðingarorlofslaunum 60 % í þokkabót ekki er það mikið til að lifa á.
Ég er komin í stjórn ungra jafnarmanna í Mosfellsbæ og það er bara mjög spennandi , bara að láta í sér heyra þar sem að ég get haft áhrif á hvað er að gerast í kringum mig vonandi allavega í mínu bæjarfélagi.

Held að það sé þá bara ekkert meira í bili.