mánudagur, október 31

Snjór og snjór

Þá er búið að snjóa alveg ágætlega hérna en maður getur samt alveg komist ferða sinna.
Það er voða miið að gera hjá mér í því að skreyta og laga til ásamt versli , það er ekki slæmt.
Annars var ég í afmæli núna um helgina og fékk líka þessa frábæru kjötsúpu og kökur ummm frekar gott það er langt síðan ég fékk kjötsúpu seinast.
Það er allt að verða voða kósý hérna á bara eftir að finna fallegt snyrtiborð inná baðið svo að ég geti nú verið með snyridót og kertaljós og haft þetta svona minna spítalalegt.
Annað er nú lítið að frétta, Pétur Starkaður orðin frekar stór næstum búin að vaxa uppúr jólafötunum sínum þannig að ég verð allavega að versla nýjar buxur og vantar skyrtu á hann líka.


Bless í bili

fimmtudagur, október 20

Heimadund

Núna í dag var ég að hengja upp myndir á vegginn s.s fjölskyldumyndirnar sem að ég er búin að vera á leiðinni að gera síða við fluttum. Svakalega líður mér vel að vera búin að hengja þær upp það eru samt sumar sem þarf að versla nýja ramma utan um þar sem að rammanir eru frekar druslulega jafnvel svo að þeir eru komir í sundur og ekki hægt að líma eða að það er hreinlega ekkert gat fyrir nagla aftan á rammanum.
Það eru komnar upp gardínur fyrir stofugluggana og það er bara miklu meira cosy hjá okkur við það þó svo að þær séu hvítar á hvítum vegg , svolítið scary að hugsa um það minnir mann helst á spítala en kemur alls ekki þannig út.

Lítið annað að frétta í bili.

þriðjudagur, október 11

allir happy

Það hefur lítið gerst í mínu fábrotna lífi síðan ég ritaði seinast á bloggið , bara þetta sama vera heima og hugsa vel um börnin. Kallinn er búin að fara á nokkrar skemmtanir með vinnunni og núna seinast fór hann í hestaferð s.s seinasta laugardag og hann er enþá að drepast á rassinum hehe sko ekkert vanur að sitja hest.
Ég er farin að nota nýju myndavélina okkar miklu meira heldur en að taka bara myndir af Pétri Starkaði sem er bara gott mál en vantar stærri minniskort í vélina. sendi eina mynd í keppi á Fotki og það opnar fyrir athvæðagreiðslu 18 okt minnir mig þá er bara spurning hvort að myndin mín fái einhver athvæði en í fyrsta vinning er frí áskrift í 1 ár.
Maður er alltaf að reyna að minnka allt draslið í kringum sig þá á ég við að ég er að kafna úr skrauti og svo tímir maður ekki að henda neinu ég er búin að láta einhvað í Góða hirðirinn og einhvað er búið að fara á dót á tombólu hjá Tinnu.Íbúðin ber nefnilega ekki mikið skraut, en ég er að gera dauðaleit að flottu nettu borði inná bað sem á að þjóna sem snyrtiborð þar inni. Ég var helst að spá í gömlu skrifborði svona tekk frá 1960 ca en það þarf að vera nett.
Ég fékk síðbúna sængurgjöf frá vinnufélögunum heilar 27 þ krónur og ég er búin að versla þó nokkuð mikið fyrir guttann en á samt einhvað eftir.Ég var að spá í að kaupa kistil í IKEA og mála á hann myndir svo að guttinn geti geymt dótið sitt í honum.

Þá hef ég bara ekkert meira að segja í bili.