þriðjudagur, nóvember 29

Edith Piaf

Ekkert að gerast nema að næsta sunnudag er maður að fara í leikhús að sjá Edith Piaf og mig hlakkar mikið til .Tengdó ætlar að passa PS á meðan það verður örugglega einhvað stuð vona bara að konan verði ekki gráhærð , mig grunar að hann verði ekkert svo mikið sáttur.Ég er búi að vera vinna í því að venja hann við pelann og fá að borða ásamt því að vera troða snuði uppí hann í tíma og ótíma með misjöfnum árangri þó.
Nú fer að styttast í að mákona fari að koma með bumbubúann sinn en hann á að koma í heiminn þann 19 des og af skiljanlegum ástæðum vill hún að bumbubúinn komi nú allavega viku fyrr.Uss helda að manni klæji nú bara í puttana að fá að halda á einu svona litlu kríli enda var PS ekki lengi svona lítill.
Kallinn fór í nudd í kvöld manni finnst nú frekar að ég hefði átt að fara þar sem að ég er að burðast með 10.5 kíló á handleggjunum allann daginn, það er nú ekki létt verk.
Ég get svo svarið fyrir það að ég komin með massa upphandleggsvöðva sem að ég vissi ekki að væru á mér, ég hélt hreinlega að þetta væri svona svæsin vöðvabólga.PS var í skoðun í dag og var sprautaður en hann er orðin 71 cm og 10.5 kíló svo á hann að mæta næst í 6 mánaða skoðunina.
Annars fer að líða að afmæli gellunar á heimilinu það verður nú einhver hasarinn allavega þá er hún búin að bjóða 13 píum eins og ég segi í allt þetta stóra pláss. Þannig að það þarf að fara að baka eins og á hverju ári fyrir þennan viðburð. Svo vorum við að spá í bjóða þeim fullorðnu í fölskyldunni á sjálfann afmælisdaginn hennar í smá kaffi og með því en ekkert stórt.
Maðru hefur því miður ekki efni á einhverju miklu þetta árið . Þar sem að það fer örugglega ekki mikið fyrir desemberuppbótinni þegar maður er í fæðingarorlofi.
Litla systir er víst alkomin heim og hún áttiað lenda í kvöld svo er bara spurning hvenær maður hittir hana, kanski í afmælinu hjá gellunni á heimilinu

Þá er nóg komið af tuði og tjáningu í þetta skipti

fimmtudagur, nóvember 24

Aðventuskreyting

Já fór í föndur í gærkveldi og hér að ofan er hægt að sjá afurðina. Mér finnst hann koma frekar vel út bara.Svolítið öðruvísi en það sem ég er vanalega með en þetta er mjög fín tilbreyting.
Nú fer að styttast í að afmælisveislunar verði haldnar. Hlakkar ekkert neitt mikið til þetta er svo mikið stúss. Fyrst bekkjarafmæli 13 óðar píur í allt þetta litla pláss.Svo kemur fjölskyldan svipað magn og íbúðin í rúst á eftir þannig að maður þarf að þrífa aftur og tala nú ekki um baksturinn nátturulega eru pizzur og súkkulaðikaka fyrri bekkjarafmælið en það þarf að vera einhvað annað fyrir fjölskylduna sem kemur.Þannig að þetta er smá hösl.

þriðjudagur, nóvember 22

útstáelsi

Já það er sko aldeilis útstáelsi á manni núna ég fer á morgun s.s annað kvöld út að föndra mér eitt stykki jólakrans.Það er fínt að geta farið að heyfa sig aðeins þó svo að það sé ekki neitt rosalega mikið en það munar um það.
Svo kom ein vinkona mín í óvænta heimsókn í gær sem var mjög gaman og ég vonast til að hita hana fljótlega aftur.
Kallinn kom með rósir þar seinasta föstudag sem var rosalega sætt af honum en þetta á hann nú til að gera. Well núna er ég að fara að horfa á allt í drasli bara tila ð mér lýði betur með hvernig allt lýtur út hjá mér þá er ég svo ánægð hvað allt er hreint og cosy hérna heima.

mánudagur, nóvember 21

Hvítar strípur

Fór alveg hreint eðaltónleika í gær White stripes eða Hvítar strípur eins og upphitunarhljómsveitin kallaði þá. Þau byrjuðu að spila kl 21 og voru búin ca 22:40 og frábær keyrsla allan tímann og mjög skemmtilegt hvernig ekkert var talað á milli laga. Ég skemmti mér konunglega og var alveg að fíla mig í botn og það skemmtilega er þó að maður þekkti flest öll lögin sem að þau voru að spila. Eins líka hversu þétt þau voru og bara tvö að spila. Svo var maður alveg búin í skrokkunum enda hefur ekki reynt svona á hann í næstum ár bara og sem betur fer á ég til kælikrem og spray fá því að maður var með kúluna útí loftið.
Kallinn var heima með barnið á pela sem var ekki mjög kátur yfir því og brosti eins og sólarupprás þegar hann sá mömmu sína í gærkveldi eftir mikið svelt að hans viti.

Skjáumst seinna

fimmtudagur, nóvember 17

50 ára afmæli

Núna er mamma bara orðin 50 ára og við vorum í afmæli hjá henni í kvöld sem var mjög gaman og mikið af kökum. En sjaldan hef ég verið í afmæli sem ekki er barna afmæli með svona mikið af litlum börnum sem var nú bara gaman enda voru þau bara mjög stillt og þæg.Pétur Starkaður og Þengill frændi hans voru mjög sáttir við að deila með sér þessu litla dóti sem að ég tók með mér og voru þægir og fallegir saman.
En þetta var flott og fín veisla sem mjög var gaman að vera í. En svo þegar við komum heim þá vorum við nú bara alveg búin á því enda er líka alveg lúmst hvað þetta tekur á.

þriðjudagur, nóvember 15

Getraun allir taka þátt

Endilega allir taka þátt það er svo gaman að svona dundi

mánudagur, nóvember 14

Stjórnmálin

Það er mikið að gera í stjórnmálunum núna enda eru líka kosningar næsta vor. Við hjónakornin kíktum aðeins á landsþing jafnaðarmanna en gátum því miður ekki verið að taka þátt í málefnavinnunni þar sem að Pétur S var með okkur og ekki er hægt að setja hann í pössun enþá.
Svo varður mikið að gera þessa viku en mútta á fimmtugsafmæli og svo er kallinn að fara á austur á fim og fös og svo eru náttururlega fundur hjá okkur á sunnudaginn.
Ein systir mín skildi eftir skilaboð á síðunni hans Péturs S og er með bloggsíðu sem að ég set í linkasafnið mitt alltaf gaman að geta þá kíkt á hana og svo er minnsta systir mín líka með síðu sem fer nátturulega líka þangað inn.
Við fórum í búðarráp á laugardaginn og fundum sjónvaerpsskáp sem er gott mál og líka hluti inná bað til að hafa einhvað geymslupláss þar inni en hönnuðurinn á íbúðinni okkar hefur einhvernvegin ekki gert ráð fyrir því að kona væri hugsanlega að nota þessa íbúð líka. Allavega er ekki gert ráð fyrir konufylgihlutum inná baðið.

Lítið meira að gerast núna en bið að heilsa.

miðvikudagur, nóvember 9

Afmæli o.f.l

Núna fer mamma bráðum að eiga afmæli en það er í næstu viku sem að hún verður fimmtug ;o) ég er búin að versla fyrir hana gjöfina á bara eftir að skreyta hana aðeins.
Annars verslaði ég flest allar jólagjafirnar í seinustu viku sem er bara gott mál þar sem að það eru svo mikið af afmælum í desember.
annars er ég bara að gera þetta sama og venjulega nema ég er búin að vera að skoða í nokkrum húsgagnaverslunum uppá að versla fallega muni hingað inn og skapa rómó andrúmsloft en það vantar mikið af fallegum ljósum svona til að skapa stemmingu eins og ég vil hafa hana. Eins vantar líka nýjan sjónvarpsskáp en sá sem að við erum með núna er alveg útúr kú miðað við allt annað hérna inni.
Svo er mig farið að langa að losna við skiptiborðið inni á baði þar sem að það er ekkert notað nema þegar Pétur er nýbúinn í baði og til að hengja dóterí á (föt).
Lítið annað að frétta í bili.