fimmtudagur, desember 29

Útsölur

Jæja jólin varla búin og útsölurnar að byrja ég var búin að áhveða að versla einhvað aðeins á mig á þeim og einhvað verður verslað á PS enda fer hann að verða fatalaus eftir ca 3 mánuði þá er eins gott að ná í einhvað núna þar sem að næstu útsölur verða ekki fyrr en í maí en þá verður maður komin á venjuleg laun og þá verður sko verslað. Þá ætti ég að hafa efni á meiru en ég geri núna kallin fær ekki jafn lág feðralaun og ég enda er hann ekki í löngu orlofi svo þurfum við að fara að huga að dagmömmu fyrir litla gaur þar sem að hann þarf að vera komin í pláss í ágúst.
Mér skilst að ekki sé um auðugan garð að grysja hérna í þessu bæjarfélagi hvað það varðar.

Ég komst að því í dag að ég þurfti svo ekki að skila flísgallanum sem að PS fékk í jólagjöf þar sem að hann á að passa á 12 - 18 mán þannig að það er fínt en ég þarf að versla góða vettlinga á hann. Og ætti nú að geta fundið svoleiðis á einhverjum af þessum útsölum.

miðvikudagur, desember 28

Allt að verða búið

Þá er búið að opna alla pakkana og allir fengu einhvað fallegt í jólagjöf.Fjölskyldan fékk flíspeysur og sá yngsti fékk líka buxur með merkilegt hvað þetta passaði allt saman á alla nema hann verð að skila því og fá stærra.Svo fengum við parið 2 sett af bjórglösum, handklæði merkt mér og kallinum, trivial 20 ára gullútgáfuna,gotterý í skál ásamt kertum,giftingarmynd, kaffi gjafarpakka og allan heiminn fá píunni á heimilinu sem hafði föndrað hann sjálf. Þá er það nú upptalið annars fékk pían heilmikið af jólagjöfum ,PS fékk 1 fatagalla 4 leikföng 1 peysu 1 jólaóróa frá Georg Jensen jólasokk ,2 bangsa,Arsenalgalla ásamt mjúkbolta , skyrtu og bankabók.
Annars voru jólin alveg frábær mikið borðað nátturulega og núna þarf maður að taka sveig frá viktinni þegar maður nálgast baðherbergið.Tala nú ekki um tiltektina og allar þvottavélarnar sem að þurfa að fara í gang.

sunnudagur, desember 18

Bumbubúinn

Er kominn í heiminn . Vala átti stelpu í dag um tvöleitið . Við förum uppá spítala þegar kallinn er búinn að vinna.
Jæja þá erum við búin að fara og skoða nýjasta ættarviðbótina og hún er bara voða sæt og fín 52 cm og 3,705 gr og foreldranir auðvitað mjög stoltir af píunni.

föstudagur, desember 16

15.12.05

Amma var jörðuð í gær og athöfnin var mjög falleg enda var hún búin að áhveða hana áður en hún kvaddi okkur.Það var mjög kalt og napurlegt í gær í kirkjugarðinum.
PS var í pössun á meðan hjá frænku sinni og það gekk bara mjög vel, svo kom hann í erfðardrykkjuna að heilsa uppá allt fólkið.Það komu allir ættmennirnir af vestan í jarðarförina fólk sem að ég hef ekki séð í langan tíma

miðvikudagur, desember 14

jóla hvað

Það voru versluð jólaföt á píuna í dag og það var nú meira þrammið en því lauk samt farsællega með því að verslað var pils og bolur rosa fínt svona gelluföt og ekki nóg með það heldur fór stjúpmamma hennar með hana í klippingu og hún var voða fín um hárið.Svo erum við að fara í leiðangur á morgun til að kaupa skó við gellufötin. Líka jólagjafir sem hún ætlar að gefa.
Kistulagningin hjá ömmu var í dag mér fannst það vera mjög erfitt.
Ekkert bólar á bumbubúanum hennar Völu , ætlar einhvað að láta bíða eftir sér. Veit ekki hvort að ég var búin að leiðrétta þann mis hjá mér varðandi á hvaða dag hún var sett en það er þann 14 des en ekki 19 eins og mig minnti. Þetta hlýtur að vera að fara að gerast eins og ég er nú búin að senda sterka (hríðar) strauma frá mér og púff ekki neitt, meira að segja er ég búin að pakka inn sængurgjöfinni ásamt því að láta þau fá hluta af henni s.s cd til að hlusta á . ENN nei bumbubúinn ætlar sko að láta bíða eftir sér.

mánudagur, desember 12

Afmælið

Afmælið gekk mjög vel og stelpurnar voru allar ánægðar svo að ég tali nú ekki um afmælisbarnið.Svo var líka haldið uppá afmælið heima hjá pabba hennar á sjálfan afmælisdaginn og það lukkaðist bara vel líka.
Það var mikð tekið af myndum i stelpuafmælinu hérna á föstudaginn og þær eru komnar inná myndagallerýið.

föstudagur, desember 9

Amma mín

Þau sorgartíðindi bárust mér snemma morguns 7. des að amma mín hefði látist um morguninn.


Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.

Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.

Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja' í friðarskaut.

þriðjudagur, desember 6

Frábært

Fór í leikhúsið eins og áætlað var og ég verð að segja að þetta var ein sú frábærasta sýning sem ég hef séð og söngurinn magnaður svo það að mikið af lögunum var sungið á íslensku sem mér fannst vera snilld af því að þá skildi maður betur hvað hún hafði verið að syngja um.PS var mjög þægur í pössuninni alveg eins og engill er okkur sagt allavega.
Fórum í skólabingó á sunnudeginum líka en unnum ekki neitt en þetta var mjög skemmtilegt. Svo var afmæli beint á eftir það en PS sleppti því þar sem að hann sofnaði heima í millitíðinni enda þreyttur eftir Bingóið Pían skemmti sér bara vel enda var mikið borðað af kökum og sætindum.