fimmtudagur, desember 29

Útsölur

Jæja jólin varla búin og útsölurnar að byrja ég var búin að áhveða að versla einhvað aðeins á mig á þeim og einhvað verður verslað á PS enda fer hann að verða fatalaus eftir ca 3 mánuði þá er eins gott að ná í einhvað núna þar sem að næstu útsölur verða ekki fyrr en í maí en þá verður maður komin á venjuleg laun og þá verður sko verslað. Þá ætti ég að hafa efni á meiru en ég geri núna kallin fær ekki jafn lág feðralaun og ég enda er hann ekki í löngu orlofi svo þurfum við að fara að huga að dagmömmu fyrir litla gaur þar sem að hann þarf að vera komin í pláss í ágúst.
Mér skilst að ekki sé um auðugan garð að grysja hérna í þessu bæjarfélagi hvað það varðar.

Ég komst að því í dag að ég þurfti svo ekki að skila flísgallanum sem að PS fékk í jólagjöf þar sem að hann á að passa á 12 - 18 mán þannig að það er fínt en ég þarf að versla góða vettlinga á hann. Og ætti nú að geta fundið svoleiðis á einhverjum af þessum útsölum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home