föstudagur, janúar 27

Ættarmót og fleyra

Það er aðeins að rofa til í einverunni ég er að fara út í kvöld í kokktelboð og svo er ein vinkona mín að fara að halda uppá afmælið sitt fljótlega.Annars er ég búin að áhveða að fara alltaf í ræktina rétt eftir að matartíminn er búin hérna eða allavega að PS sé búin að borða ég hef rosalega gott af því bæði að fá pásu frá öllu og styrkja mig í leiðinni.
Svo á að vera annað ættarmót í sumar skilst mér svona úti að tjalda, það verður einhvað skrautlegt sérstaklega þar sem að ég þoli ekki skordýr og allra síst kóngulær VIÐBJÓÐUR.
Svo á Árshátíðin að vera í mars mar verður að blikka tengdó uppá að passa PS, þó svo að pían sé orðin frekar stór en PS er enþá svo lítill að það er ekki alveg að ganga upp enþá að hún sé að passa hann ein.

föstudagur, janúar 20

janúar að verða búinn

Svakalega ætlar þessi mánuður að vera fljótur að líða áður en ég veit af þá er ég farin aftur í vinnuna.Annars er voðalega lítið að frétta.Í seinustu viku var þetta algert pestabæli hérna allir veikir nema pían á heimilinu. Við vorum á ættarmóti seinasta laugardag en vorum ekki leng vegna veikinda en það var alveg fínt.Gott að borða ,einmitt það sem að manni vantaði af því að maður er alveg að skreppa saman eða hitt þó heldur.Ég er bara ekkert að skilja í þessu af hverju ég er að blása svona út en það gæti verið útaf skúkkulaði æðinu sem er búið að hrjá mig seinustu 2 mánuði,sem að ég skil sko ekkert í tek inn króm og allt.Það er sko ekki að virka það get ég alveg sagt ykkur.Annars ætla ég nú einu sinni en að reyna að taka mig á.

föstudagur, janúar 6

Nú verða sagðar ekki fréttir

Það er sama sem ekkert að frétta hjá okkur bara vakna sinna baninu borða og svo sofa.He verið að reyna að myndast við einhvða föndur en það er enginn friður til þess á kvöldin er PS vakandi og pirraður á daginn er pían heima og PS vakandi þá líka með tilheyrandi pirri.Tennurnar hans hljóta að vera að koma eða ég vona að þess vegna sé pirrið í honum.
Hætt var við allaþrettándabrennur vegna veðurs akkurat þegar maður var búin að áhveða að fara á eina slíka en þær verða vonandi á morgunn.

sunnudagur, janúar 1

Áramót

Þá er nýja árið komið og þetta voru svolítið öðruvísi áramót hvað varðar partý en það vr nátturulega engin drykkja á fólki. En við mágkonurnar vorum aðallega í því að sinna litlum englum sem að þurftu að fá sinn skerf af mjólkurskammti. En svona heildina á litið þá var bara gaman og það verður mikið stuð næstu áramót þar sem að þau litlu verða 1 árs og 1 1/2 ára svo er það hann stóri frændi sem verður þá orðin 4 1/2 aldursforsetin vo er fólk að spá hvort að það verða bara ekki búin að bætast fleyri litlir fætur við. Við höldum sko ekki þetta er alveg fínt í bili.
En við óskum öllum gleðilegt nýtt ár og að hið nýja verði sem ánægjulegast fyrir okkur öll.