miðvikudagur, febrúar 22

Þrífa hvað er það

Ef að ég ætlaði að hafa íbúðina mína jafn þrifarlega og fína eins og ég vil hún sé þá þyrfti ég að vera að allan daginn ég er varla fyrr búin að þrýfa einhvern hluta af íbúðinni sný mér við þá bara skítugt aftur.Í alrýminu er þetta bara vonlaus barátta svo einhvernmegin þá heldur heimilsfólkið að þetta gerist bara að sjálfu sér og skilur ekkert í tuðinu í mér um að ég þurfi hjálp við þetta allt saman. Ég ætla nú ekki einu sinni að ræða um þvottin. Held að ég þurfi svona konu sem kemur heim til mín og skúrar og þurrkar af þar sem að ég rætt svo næ að taka bara til en ekki þrífa. Ég næ þó að þrífa klósettið mitt einu sinni í viku annars gæti ég ekki farið inná það hvað þá heldur að fara í bað.
Annars er lítið annað að frétta , það styttist mjög hratt í það að ég fari að vinna aftur.Það er kvíði í mér en samt líka tilhlökkun að fá pásu frá heimilinu í smá stund af degi.

Þá er best að maður fari að taka til

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ var að lesa en ég var að pæla að fara bráðum að kíkja í heimsókn aftur, mamma var að segja að hún var að skoða myndir af Pétri og hann sé að byrja reyna standa upp :-) og hann væri svo mikið krútt.
en ég hringi á undan mér

kv:Heiða systir

11:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home