miðvikudagur, febrúar 8

Stórir hlutir

Ooooo maður ætlar sér alltaf svo stóra hluti eins og t.d átakið sem að ég ætlaði sko að fara í um daginn jamm það hefur ekki gengið ég hef ekki farið einu sinni í ræktina.Svakalega getur maður nú verið mikill looser það er ekki eins og þetta sé einhvað mjög mikið mál en allavega þá er ég byrjuð á því að taka mig á í mataræðinu og það gengur bara frekar vel allavega hætt að drekka mitt dýrmæta pepsi max sem er bara gott mál, svo er ég byrjuð á að borða morgunmat og hádegismat líka þannig að það er mikill munur. Núna er ég að deyja úr hungri þegar ég vakna.Pían á heimilinu er byrjuð í orkuátaki bara gaman að því.PS er ekki enþá komin með tennur en er að myndast við að skríða.
Svo vorum við að fá endanlega staðfestingu á því að enn eitt ættarmótið á að vera í sumar í ættinni hjá kallinum og það kostar handlegg og fót að fara á það ekki nóg með það heldur er þetta líka tjald/útileiga einhvað sem að ég er ekki alveg að fíla sko.Alltof mikið af kóngulóm og svoleiðis skríðandi dóti .
Svo á það að byrja 4 dögum eftir að PS á afmæli þannig að maður verður kanski að fresta því uppá að geta haldið uppá það fyrir barnið nema að þetta verði eins og með skírnina búin að bjóða fullt af fólki sem gat ekki komið vegna þess að það var röng helgi :o( Ekki eins og maður hafi ekkert fyrir þessum hlutum.
Litla systir er alveg flutt heim ekki það að ég sjái hana einhvað meira eða nái á hana á MSN eða neinu.Mér skilst að hún sé að vinna svona mikið , ok þannig að það sleppur.

Jæja þá er komið nóg af tuði í bili , bið að heilsa öllum sem koma inná bloggið.

1 Comments:

Blogger Sigga Gunna said...

Var að skoða síðuna hjá Pétri og ákvað að kíkja hérna við í leiðinni. Það er nú naumast hvað hann er sætur gæji!

10:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home