þriðjudagur, maí 9

Langt síðan

Núna er ansi langt síðan ég hef skrifað einhvað hérna á bloggið og það er heilmikið að frétta af okkur í fjölskyldunni. Kallinn er kominn í framboð ,því fylgir sko heilmikil vinna en því lýkur fljótlega í bili allavega. En þetta er mjög spennandi svo er ekki verra að ég er líka í starfinu en kemst ekki eins oft á fundi sökum annríkis við barnauppeldi.Svo er nátturulega líka mikið að gera hjá píunni á heimilinu þar sem núna eru prófin alveg í algleymingi. Svo er ég farin að vinna aftur og er alveg ofboðslega þreytt en þetta er samt allt að koma.Fjölskyldan er svo að fara að stækka meira og viðbótin er sett á 8 - 16 okt en ég á eftir að fara í sónar þar kemur nákvæmari dagsetning.Svo langar okkur ofboðslega að vita kynið nátturulega. það þyrfti að vera 1 herbergi í viðbót í íbúðinni okkar þá væri þetta fínt og við þyrftum ekki að flytja neitt. En við erum að leita bara uppí Mosó auðvitað, enda er það besti staðurinn.PS stækkar mikið og er mjög duglegur að boða, láta í sér heyra ásamt því að tæta svolítið í skrautið heima.

Betsu kveðjur í bili