þriðjudagur, júní 13

Verkur í mjöðm

Núna verða sagðar veikindasögur og fleyra skemmtilegt. Ég er að farast í mjaðmagrindinni núna á daginn þegar ég er að vinna finn ekki eins mikið fyrir verknum heima þar sem að ég get hreyft mig meira og sest þegar ég vil og þannig. Annars líður mér bara vel. PS er byrjaður að labba alveg einn og óstuddur en er samt enþá smá hikandi. Svo fer gaurinn að verða 1 árs og haldið verður uppá það á afmælisdeginum hans.
Pían á heimilinu er komin í skólafrí og fær verkefni heima fyrir.