miðvikudagur, október 4

Nei nei bara löt

Núna er rosalega langt síðan ég hef haft tíma til að vera skrifa inná bloggið mitt, það er fullt að frétta núna er ég komin á 38 viku þannig að það er mjög stutt eftir. Vaknaði í fyrrinótt við svona svaðalega verki og gat ekkert sofið þeir voru svo sterkir en um morguninn var allt í rólegheitum. Kallinn fór uppá Kárahnjúka seinustu helgi en mamma og systir voru hérna og dekruðu við mig á meðan.
Ég er búin að vera í meðgöngusundi en treysti mér ekki í gær til að fara því miður. Ég er orðin það slæm að ég kemst ekki lengur útí búð ,það ferðalag tekur mig um klukkutíma en ætti að vera 25 - 30 mín í mesta lagi með miklu versli. PS er alltaf jafn duglegur er farin að príla upp um allt bara gaman að því ,get varla beðið eftir því að litli bumbubúi komi í heiminn þá getur maður sko stokkið á eftir PS sá á eftir að vera hissa.
Mákona mín og öll hennar fjölskylda er flutt til Danmörku og ég bara sakna þeirra heilmikið. En þau koma heim um jólin, þá verður sko stuð í kotinu.